Dulúð Indlands

Í þessari ævintýraferð upplifum við undur Indlands, skoðum tignarlegar hallir, siglum á hinu helga fljóti Ganges og kynnumst broti af menningu þessa fjölmennasta lýðræðisríki heims. Þjóðin á sér langa og merka sögu með dulda og framandi menningararfleifð, sérstaka siði og trúarvenjur. Fjölskrúðugar frásagnir hindúatrúarinnar og búddismans heilla ekki síður en konungshallir og glæsibyggingar hinna fyrrum voldugu mógúla.

Ferð okkar hefst í Delí þar sem við skoðum m.a. forsetahöllina, þinghúsið og Indlandshliðið. Í Jaipur skoðum við Amber Fort kastalann og Hawa Mahal eða höll vindanna og njótum andstæðna gamla og nýja tímans. Komum til Agra og skoðum Taj Mahal, eitt þekktasta grafhýsi í heimi, og heimsækjum hina fornu, yfirgefnu sandsteinsborg, Fatehpur Sikri. Síðast en ekki síst förum við til einnar elstu borgar heims, Varanasi, borgarinnar eilífu sem er pílagrímaborg og helgasti staður hindúa. Ferðinni lýkur í Delí og þar verður Gamla Delí skoðuð og upplifum við m.a. ævintýralegan markað.

Verð á mann 439.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 84.900 kr.


Innifalið

 • Flug með Finnair.
 • Keflavík - Helsinki – Delí – Helsinki - Keflavík
 • Flugvallaskattar fyrir alla ferðina. 
 • Innanlandsflug og rútuferðir samkvæmt ferðalýsingu.
 • Skoðunarferðir og aðgangseyrir samkvæmt ferðalýsingu.
 • Ferð á fílsbaki í Amber Fort. 
 • Rickshaw hjólaferð í Delí.
 • Bátsferð við sólarupprás á Ganges.
 • Trúarathöfn hindúa.
 • Gisting í 11 nætur á 4* og 5* hótelum samkvæmt landsmælikvarða. 
 • Morgun-, hádegis-, og kvöldverðir samkvæmt leiðarlýsingu.
 • Tvær vatnsflöskur á dag.
 • Enskumælandi staðarleiðsögn.
 • Íslensk fararstjórn.
 • Undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð.

Ekki innifalið

 • Vegabréfsáritun.
 • Bólusetningar.
 • Aðrar máltíðir en þær sem nefndar eru undir innifalið.
 • Þjórfé.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

19. október | Keflavík – Helsinki – Delí

Flug með Icelandair frá Keflavík kl. 09:25. Mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Helsinki kl. 15:50 (+ 3 klst.) að staðartíma. Flogið áfram til Delí kl. 20:15 með Finnair.

Næturflugið tekur tæpar 7 klst. 

20. október | Ekið frá Delí til Agra – Taj Mahal

Lending í Delí kl. 05:25 (+2,5 klst.) að staðartíma og ekið sem leið liggur á hótel. Fáum okkur góðan morgunverð og hvílum okkur eftir langt ferðalag. Eftir hádegisverð höldum við með rútu til borgarinnar Agra sem stendur við bakka árinnar Yamuna. Ferðalagið frá Delí tekur um 5 klst. Eftir komu okkar heimsækjum við Taj Mahal sem er tvímælalaust einn stórkostlegasti minnisvarði veraldar og talin ein fallegasta bygging í heimi, byggð á 17. öld. Mógúllinn Shah Jahan lét reisa þessa frægu byggingu í minningu um persneska eiginkonu sína. Að byggingunni komu alls 20 þúsund handverksmenn og það tók 22 ár að reisa grafhýsið, en efniviðurinn var fluttur frá gervöllu Indlandi og öðrum svæðum Asíu. Taj Mahal er á heimsminjaskrá UNESCO.

Gistum 2 nætur í Agra. 

 • Morgunverður
 • Hádegisverður
 • Kvöldverður

21. október | I'timād-ud-Daulah – Sikandra – Agra Fort

Í dag förum við í skoðunarferð um borgina Agra. Við skoðum grafreit I'timād-ud-Daulahs sem greyptur er í marmara og stendur á upphækkuðum palli. Einnig heimsækjum við Sikandra, úthverfi Agra, þar sem er að finna grafreit Akbars hins mikla. Eftir hádegisverð heimsækjum við Agra Fort sem er einnig einstaklega mikilfengleg bygging með mikla sögu, en hún var áður miðpunktur ættarveldis mógúlanna. Ekki spillir fyrir einstakt útsýni m.a. yfir til Taj Mahal. Síðdegis gefst frítími til að kíkja á markaði eða í búðir og fylgjast með einstöku mannlífinu. 

 • Morgunverður
 • Hádegisverður
 • Kvöldverður
Opna allt

22. október | Agra – Fatehpur Sikri – Jaipur (ca 6 klst. akstur)

Hin æsispennandi, sögulega Jaipur er lokaáfangi dagsins í dag. Á leið okkar þangað skoðum við draugaborgina Fatehpur Sikri, höfuðborg Akbars hins mikla, sem var yfirgefin vegna vatnsskorts eftir aðeins 14 ára búsetu árið 1585. Eftir hádegisverð heimsækjum við Galtaji, fornan pílagrímastað sem liggur á milli lágra hóla, mustera, laufskála og lauga með helgu vatni. Umhverfis hann er gróðursælt og gerir staðinn að aðlaðandi áfangastað. Endum daginn á kvöldverði á hótelinu okkar í Jaipur þar sem gist verður 3 nætur. 

 • Morgunverður
 • Hádegisverður
 • Kvöldverður

23. október | Amber Fort á fílsbaki

Fyrir hádegi heimsækjum við Amber Fort, áður höfuðstað fyrrum konungsfjölskyldunnar í Jaipur. Amber Fort liggur hátt, umkringdur klettum og virkisveggjum og fáum við notið að ferðast á fílsbaki upp tröppurnar að höllinni. Eftir síðbúinn hádegisverð heimsækjum við teppa- og efnaverksmiðju og skartgripaverslun þar sem við fáum að fylgjast með hvernig skorið er út í stein eins og Jaipur er fræg fyrir! 

 • Morgunverður
 • Hádegisverður
 • Kvöldverður

24. október | Jaipur – Hawa Mahal (höll vindanna)

Jaipur, höfuðborg Rajasthan fylkisins, er þekkt sem bleika borgin. Byggingar eldri hluta borgarinnar eru allar bleikmálaðar og hefur verið haldið í þá hefð síðan Albert, prinsinn af Wales, eiginmaður Viktoríu Bretadrottningar sótti borgina heim 1876. Borgin er þekkt sem borg andstæðna þar sem fílar og rafknúin farartæki eru t.a.m. hlið við hlið á umferðarljósum! Jaipur er einnig þekkt fyrir glæsihallir og virki, en borgin var byggð fyrir tæpum 300 árum og er áberandi hversu vel skipulögð hún er. Fyrri hluta dags liggur leið okkar að einu þekktasta kennileiti Jaipur, hinni fögru Hawa Mahal sem á íslensku er oftast nefnd höll vindanna. Síðbúinn hádegisverður á hótelinu og svo er frjáls tími til að kanna ævintýralegan og litríkan markaðinn. 

 • Morgunverður
 • Hádegisverður
 • Kvöldverður

25. október | Jaipur – flug til Varanasi

Eftir morgunverð fljúgum við til Varanasi. Brottför kl. 08:50. Lendum 10:25 og höldum beint á hótel. Eftir hádegisverð förum við til Sarnath á slóðir Búdda þar sem hann hélt sína fyrstu prédikun en þar standa rústir munkaklaustra sem byggð voru fyrir meira en 2000 árum. Þar standa frægu Ashoka súlurnar. Eftir þessa heimsókn bíður okkar kvöldverður á hótelinu.

Gistum í Varanasi næstu 2 nætur.

 • Morgunverður
 • Hádegisverður
 • Kvöldverður

26. október | Varanasi – skoðunarferð

Í dag skoðum við Varanasi, eina elstu borg Indlands. Borgin var miðstöð menntunar og trúarlífs og er sótt heim af fjölda pílagríma sem baða sig í helgu vatni árinnar Ganges. Hún liggur við bakka árinnar Ganges og er ein litríkasta og mest heillandi borg í heimi og kemur stöðugt á óvart! Hún er sú borg í heiminum sem búið hefur verið í óslitið frá upphafi og er helgasta borg hindúa. Flestir þeir sem sækja borgina heim eru sammála um að hún búi yfir töfrum og að ganga um götur og svokölluð ghats eða fylgjast með sólarupprás við ána eða úr báti sé ógleymanlegt. Heimsækjum Banaras Hindu háskólann sem býr yfir stærsta háskólasvæði í Asíu. Lítum einnig á musterin kennd við Bharat Mata og Durga, Aurangzeb‘s moskuna, heilaga nautið og margt fleira. Njótum hádegisverðar á veitingastað á svæðinu. Að skoðunarferð lokinni gefst tími til að skoða sig um á götumarkaði og fylgjast með litríku mannlífinu. Eftir kvöldverð gefst tækifæri til að fylgjast með trúarathöfn hindúa, Deepmala, við bakka árinnar Ganges. Þá fljóta hundruð ljósa á ánni sem er einstök upplifun. 

 • Morgunverður
 • Hádegisverður
 • Kvöldverður

27. október | Varanasi – Delí

Árla morguns er ferðinni heitið að ánni Ganges þar sem við stígum um borð í báta og siglum meðfram bökkum árinnar. Við sólarupprás upplifum við helga stund þar sem hundruð pílagríma baða sig í helgu vatni árinnar og votta guði sólarinnar virðingu sína. Margir lýsa þessari siglingu sem ferð inn í annan heim. Eftir siglinguna förum við aftur á hótelið og snæðum morgunverð áður en haldið verður út á flugvöll. Flogið til Delí eftir hádegi. Eftir komuna þangað höldum við beint á hótelið þar sem við dveljum 3 nætur. Síðdegis heimsækjum við indverskt heimili og fáum hefðbundnar móttökur að hindúasið, með sveigum og trúarlegri athöfn, Arti. Gæðum okkur á indverskum smáréttum og drykkjum. Konur fá tækifæri til að prófa indverskt sarí og karlarnir konunglega túrbana. Tónlist að hindúasið mun óma. 

 • Morgunverður
 • Hádegisverður
 • Kvöldverður

28. október | Lótus musterið og Akshardham musterin

Fyrir hádegi heimsækjum við hið fræga og stórglæsilega Lotus musteri bahá‘í trúarinnar. Það er hannað fyrir kyrrláta tilbeiðslu og býður upp á einkennilega ró inni í þessari erilsömu borg. Musterið er í laginu eins og lótusblóm og var skapað til að sameina mismunandi trúarbrögð og er gestum boðið að biðja eða hugleiða samkvæmt eigin trú. Eftir hádegi verður Swaminarayan Akshardham musterið skoðað, en það er einungis byggt úr sandsteini og marmara! Minnisvarði þessi er samblanda mismunandi arkitektúrs úr bleikum steini sem táknar tryggð á eilífu blómi og hreinum hvítum marmara sem táknar algjöran hreinleika og frið. Eftir þessa skoðunarferð er frjáls tími til að kanna götumarkaði eða kíkja í nærliggjandi verslunarmiðstöð.

 • Morgunverður
 • Hádegisverður
 • Kvöldverður

29. október | Gamla Delí – Nýja Delí

Delí er borg þar sem mögulegt er að ferðast um tímann! Frá Nýju Delí með þinghúsbyggingar sínar frá nýlendutímanum til Gömlu Delí og fylgst þar með verkamönnum bera sekki með kryddi og skartgripasala vigta gull á rykföllnum vigtum. Þessi múslímski hluti borgarinnar er gjörólíkur þeim nýrri. Við hefjum skoðunarferð okkar í Gömlu Delí en hún er einnig kölluð Shahjahanabad til heiðurs keisaranum Shah Jahan sem byggði borgina. Við ferðumst um í hjólavögnum (rickshaws eða jinrikisha) og fylgjumst með skarkala þessa hluta borgarinnar, verslunum, ævintýralegum mörkuðum sem selja allt á milli himins og jarðar; skartgripi, brúðarkjóla, bækur, krydd, sætmeti, þurrkaða ávexti, raftæki og allt þar á milli. Eftir hádegisverð verður farið í skoðunarferð um Nýju Delí sem er sá hluti borgarinnar sem árið 1911 varð hin nýja höfuðborg breska heimsveldisins á Indlandi. Við skoðum mikilfenglegar byggingar, þ. á m. Qutab Minar, tæplega 73 m háan steinturn frá lokum 12. aldar, svo og Indlandshliðið sem reist var til minningar um fallna indverska hermenn, forsetahöllina og þinghúsið. 

 • Morgunverður
 • Hádegisverður
 • Kvöldverður

30. október | Heimferð um Helsinki

Eftir ævintýralega ferð er komið að heimferð. Haldið út á flugvöll snemma að morgni og flogið til Helsinki kl. 10:05 með Finnair og lent þar kl. 14:15 (-3,5 klst.) að staðartíma. Flugtíminn er 7,5 klst. Flogið áfram til Keflavíkur kl. 16:00 og lent kl. 17:50 (+ 2 klst.). 

 • Morgunverður

Myndir úr ferðinni

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Grafhýsið í Agra - Ljósm. Guðrún Bergmann

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Grafhýsið í Agra - Ljósm. Guðrún Bergmann

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Heilagt bað í Ganges - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Heilagt bað í Ganges - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Í umferðinni - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Í umferðinni - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Jaipur - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Jaipur - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Lótus hofið í Nýju Delí - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Lótus hofið í Nýju Delí - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Matarvagnar á Indlandi - Ljósm. Guðrún Bergmann

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Matarvagnar á Indlandi - Ljósm. Guðrún Bergmann

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Nýja Delí - þröngt búið - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Nýja Delí - þröngt búið - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Nýja Delí - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Nýja Delí - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Nýja Delí - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Nýja Delí - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Sigling á Ganges - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Sigling á Ganges - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Taj Mahal - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Taj Mahal - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Taj Mahal - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Taj Mahal - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Umferð - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Umferð - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Umferðaröngþveiti í Gömlu Delí - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Umferðaröngþveiti í Gömlu Delí - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Veisla - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Veisla - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Við Ganges - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Við Ganges - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Við Ganges - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Við Ganges - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Þvottur þveginn í Ganges - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Þvottur þveginn í Ganges - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Agra - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Agra - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Á leið til Jaipur - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Á leið til Jaipur - Ljósm. Haukur Gunnarsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ganges - Ljósm. Guðrún Bergmann

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ganges - Ljósm. Guðrún Bergmann

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Taj Mahal - Ljósm. Guðrún Bergmann

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Taj Mahal - Ljósm. Guðrún Bergmann

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Grafhýsið í Agra - Ljósm. Guðrún Bergmann
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Heilagt bað í Ganges - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Í umferðinni - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Jaipur - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Lótus hofið í Nýju Delí - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Matarvagnar á Indlandi - Ljósm. Guðrún Bergmann
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Nýja Delí - þröngt búið - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Nýja Delí - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Nýja Delí - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Sigling á Ganges - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Taj Mahal - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Taj Mahal - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Umferð - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Umferðaröngþveiti í Gömlu Delí - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Veisla - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Við Ganges - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Við Ganges - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Þvottur þveginn í Ganges - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Agra - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Á leið til Jaipur - Ljósm. Haukur Gunnarsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ganges - Ljósm. Guðrún Bergmann
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Taj Mahal - Ljósm. Guðrún Bergmann

Fararstjórn

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann hefur víðtæka reynslu af ferðalögum um framandi menningarheima. Auk sinna eigin ferðalaga vítt og breitt um heiminn hefur Guðrún starfað sem fararstjóri í ferðum Bændaferða frá árinu 2005. Á þeirra vegum hafa leiðir hennar legið til Egyptalands, Perú, Bólivíu, Ástralíu, Nýja-Sjálands, Kína og vesturstrandar Bandaríkjanna, en einnig hefur Guðrún starfað í Tyrklandi og á Tenerife. Innanlands hefur hún starfað sem fararstjóri fyrir sérhópa frá árinu 1999, en um fimm ára skeið rak hún ferðaskrifstofuna Guiding Light Tours og tíu ár Hótel Hellna.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00