Dýrðardagar á Ítalíu

Hér er á ferðinni glæsileg vikuferð til Ítalíu í strandbæinn Sottomarina sem er á töfrandi stað við Feneyjarlónið. Þar njótum við sólar á gylltri ströndinni Sottomarina Lido. Flogið verður til Mílanó og á leið okkar þaðan verður áð við Gardavatnið í bænum Sirmione sem er rómaður fyrir fegurð. Við kynnumst töfrandi Veneto héraði og skemmtilegu háskólaborginni Padua. Fallega borgin Vicensa er með ítölskum léttleika og miðjarðarhafsblæ en arkitektinn Palladio prýddi borgina með stórkostlegum byggingum. Feneyjar, ein mest heillandi borg Evrópu, verður heimsótt en hún hefur löngum verið kölluð drottning Adríahafsins og ekki að ástæðulausu því hún er einn eftirsóttasti ferðamannastaður álfunnar. Við Canal Grande gefur að líta einar 200 glæsilegar hallir og á Markúsartorginu trónir glæsileg Markúsarkirkjan og minnir á höllina úr ævintýrinu Þúsund og ein nótt. Litli miðaldabærinn Cittadella sem er umvafinn virkisveggjum frá 12. öld lætur engan ósnortinn. Endum þessa ferð með trompi á leið okkar til Mílanó með því að heimsækja Veróna sem er með fallegri borgum Norður-Ítalíu. 

Verð á mann í tvíbýli 204.800 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 26.600 kr.


Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði
 • Morgun- og kvöldverður á hótelum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Siglingar.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Sigling til Feneyja ca € 18.
 • Virkisveggir í bænum Cittadella ca € 7.
 • Arena hringleikahúsið í Verona ca € 10.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

5. september | Flug til Mílanó

Brottför frá Keflavík kl. 15:20 og mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Mílanó kl. 21:35 að staðartíma og gist í nágrenni borgarinnar fyrstu nóttina.

6. september | Mílanó, Sirmione við Gardavatnið & Sottomarina Lido

Eftir góðan morgunverð verður lagt af stað til Sottomarina Lido, strandarinnar við Feneyjarlónið. Á leiðinni þangað verður áð í bænum Sirmione við Gardavatnið sem er töfrandi bær á fjögurra kílómetra löngum tanga. Heillandi Schaligeri kastali frá 13. öld er eins konar inngangur í miðaldahluta bæjarins og þar gefst okkur góður tími til að njóta og skoða en náttúrufegurðin við vatnið svíkur engan. Eftir það verður ekið til Sottomarina Lido sem er spölkorn frá Chioggia. Á hótelinu er útisundlaug, heilsulind, líkamsrækt og framan við það er einkabaðströnd.

7. september | Skemmtilegur dagur í Padua

Þessi skemmtilegi dagur byrjar með akstri til hinnar fornu háskólaborgar Padua. Í borginni skoðum við okkur um með heimamanni í broddi fylkingar og fræðumst um viðburðaríka sögu einnar elstu borgar Ítalíu. Margt kemur þar verulega á óvart og gleður augað. Háskóli borgarinnar er með virtustu menntastofnunum í landinu, hann var stofnaður á 13. öld og er þriðji elsti háskóli landsins. Borgin er mjög fjörleg og alltaf er líf á torginu Prato della Valle sem er eitt stærsta torg í Evrópu. Eftir skoðunarferð verður gefinn frjáls tími til að kanna borgina á eigin vegum og líta inn á kaupmenn borgarinnar sem eru ófáir. Ekki má gleyma fallega kaffihúsinu Pedrocchi frá 1831 sem allir ættu að heimsækja.

Opna allt

8. september | Vicensa, útimarkaður & Berico fjall

Vicensa er ein fallegasta borgin í nágrenni Feneyja með sínum ítalska léttleika og miðjarðarhafsblæ. Arkitektinn Palladio prýddi borgina á 16. öld með sínum stórkostlegu byggingum og er það ástæðan fyrir því að elsti hluti borgarinnar er komin á UNESCO heimsminjaskrá. Það er nánast heilög skylda sérhvers ferðalangs að skoða glæsilegar byggingar hans t.a.m. Teatro Olimpico útileikhúsið, Basilica Palladiana kirkjuna og Palazzo Chiericati. Eftir skemmtilega skoðunarferð verður frjáls tími til að upplifa borgina á eigin vegum og skoða útimarkaðinn. Við endum daginn á að fara upp á Berico fjallið en þaðan er glæsilegt útsýni yfir borgina og sveitir landsins. Hér er kúpulkirkja Monte Berico sem er alveg þess virði að skoða áður en ekið verður til baka á hótelið.

9. september | Hvíldardagur við Sottomarina Lido ströndina & Chioggia

Nú er upplagt að njóta þess að eiga rólegan dag og nota frábæra aðstöðu hótelsins. Einnig er gaman að fara í gönguferð til gamla sjávarbæjarins Chioggia sem er stutt frá hótelinu, ca 20 mínútur. Bær þessi er kallaður systurbær Feneyja vegna þess að í honum eru töfrandi brýr og litrík skemmtileg hús sem minna á Feneyjar. Upplagt að líta svo inn á kaupmenn bæjarins.

10. september | Töfrandi dagur í Feneyjum

Í dag höldum við í skemmtilega skoðunarferð og siglum inn til Feneyja sem er yndisleg borg. Auður og íburður margs konar blasir hvarvetna við í borginni. Við röltum um hellulagðar og hlykkjóttar götur, yfir fjöldamargar brýr og á vegi okkar verða stórfenglegar sögulegar byggingar s.s. hertogahöllin, sem er ein glæsilegasta bygging borgarinnar. Við skoðum líka Markúsartorgið þar sem Markúsarkirkjan glæsilega stendur. Hún er ein merkilegasta kirkjubygging veraldar, byggð í austrænum stíl og minnir á höllina úr ævintýrinu Þúsund og ein nótt. Við komum að hinni frægu Rialto brú sem liggur yfir Grand Canal skurðinn sem mun vera 3,8 km langur og 900 m breiður og við hann standa hvorki fleiri né færri en 200 hallir. Upplagt að fá að fljóta með einhverjum gondólaræðaranum um þröng en heillandi síki borgarinnar, margir hverjir skemmta farþegum sínum með söng, t.d. O sole mio. Og auðvitað verður frjáls tími til að njóta borgarinnar á eigin vegum.

11. september | Hrífandi dagur í virkisbænum Cittadella

Cittadella, þennan litla, fallega miðaldabæ, er einstaklega gaman að heimsækja. Hann er með heillega virkisveggi frá 12. öld sem hægt er að ganga eftir allan hringinn eða tæplega
1,5 km. Hér er sjálfsagt að eyða góðum tíma í að rölta um þennan fallega miðaldabæ, sem býður upp á litlar heillandi verslanir og skemmtileg kaffi- og veitingahús. Hér er upplagt að fá sér hádegishressingu áður en ekið verður til baka á hótelið.

12. september | Veróna & heimferð

Við kveðjum Sottomarina Lido ströndina eftir yndislega daga og setjum stefnuna á Mílanó en á leiðinni þangað verður áð í Veróna, einni áhugaverðustu borg Norður-Ítalíu. Hún er mikil menningar- og listaborg, frægust fyrir að vera sögusvið leikrits Shakespeare um Rómeó og Júlíu. Farið verður í skoðunarferð um borgina og staldrað við helstu staði þessarar merku borgar, svo sem þriðja stærsta hringleikahús veraldar, Arena, og Kryddtorgið með fögru byggingunum og minnisvörðunum. Allur miðbær borgarinnar eins og hann leggur sig er á heimsminjaskrá UNESCO og ekki að ástæðulausu. Að skoðunarferðinni lokinni gefst hverjum og einum tími til að kanna líf bæjarbúa á eigin vegum og upplagt að fá sér hressingu.

Það er komið að kveðjustund eftir ljúfa og skemmtilega ferð og ekið út á flugvöll í Mílanó. Brottför þaðan kl. 22.35 og lending í Keflavík kl. 00.50 að staðartíma.

Myndir úr ferðinni

Chioggia

Chioggia

Chioggia

Chioggia

Chioggia

Chioggia

Padua

Padua

Sirmione

Sirmione

Sirmione

Sirmione

Sirmione

Sirmione

Verona

Verona

Verona

Verona

Verona

Verona

Vicensa

Vicensa

Vicensa

Vicensa

Vicensa

Vicensa

Verona

Verona

Chioggia

Chioggia

Chioggia

Chioggia

Við Gardavatn

Við Gardavatn

Feneyjar

Feneyjar

Við Gardavatn

Við Gardavatn

Við Gardavatn

Við Gardavatn

Feneyjar

Feneyjar

Riva del Garda

Riva del Garda

Burano

Burano

Verona

Verona

Chioggia
Chioggia
Chioggia
Padua
Sirmione
Sirmione
Sirmione
Verona
Verona
Verona
Vicensa
Vicensa
Vicensa
Verona
Chioggia
Chioggia
Við Gardavatn
Feneyjar
Við Gardavatn
Við Gardavatn
Feneyjar
Riva del Garda
Burano
Verona

Fararstjórn

Hlín Gunnarsdóttir

Hlín Gunnarsdóttir fæddist árið 1956 í Reykjavík en á ættir að rekja bæði vestur á firði og í Mýrdalinn. Hún lærði leikmynda og búningahönnun i Tórínó á Ítalíu á árunum 1978 - 82 og bjó þar alls í 12 ár eða til ársins 1987. Hlín starfaði í sjö sumur sem fararstjóri á Rimini á vegum Samvinnuferða-Landsýnar og þegar hún fluttist heim skellti hún sér í Leiðsöguskólann og starfaði eftir það sem leiðsögumaður á sumrin með erlenda ferðamenn, aðallega ítalska ferðamenn á Íslandi.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir