Wales - í landi rauða drekans

Stórfenglegt landslag og keltnesk menning eru aðaleinkenni áfangastaðar okkar, Wales. Ferðast verður um Norður-Wales, áhugaverðir staðir skoðaðir og komið í fallega bæi og borgir. Flogið verður til Manchester og ekið þaðan til borgarinnar Chester þar sem gist verður fyrri hluta ferðarinnar. Chester stendur við ána Dee, austan við landamæri Wales. Í borginni eru merkilegar minjar frá tímum Rómverja, ásamt fornfrægum miðaldabyggingum. Farið verður í dagsferðir um Norður-Wales, m.a. til Llandudno og Conwy, ásamt því að fara um Snowdonia þjóðgarðinn. Í Liverpool, borg Bítlanna, verður farið á ýmsa staði tengda þessari heimsfrægu hljómsveit. Ekið verður um borgina og hún skoðuð. Ferðin endar í Manchester en þar verður gist í tvær nætur. Boðið verður upp á skoðunarferð á Vísinda- og iðnaðarsafnið en einnig gefst frjáls tími til að skoða borgina á eigin vegum. 

Verð á mann í tvíbýli 199.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 56.600 kr.


Innifalið

 • 7 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgunverður allan tímann á hótelum.
 • Tveir kvöldverðir á veitingastað í Chester.
 • Tveir kvöldverðir á hóteli í Manchester.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Hádegisverðir.
 • Tveir kvöldverðir í Chester.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Chester Cathedral ca £ 5.
 • Grasagarður ca £ 15. 
 • Great Orme (ef veður leyfir) ca £ 9.
 • Bítlasafnið í Liverpool ca £ 17.
 • Vísinda- og iðnaðarsafnið í Manchester ca £ 10.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

24. júní | Flug til Manchester & Chester

Flogið er til Manchester, brottför frá Keflavík kl. 8:00 en mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2,5 klst. fyrir brottför. Við lendum í Manchester kl. 11:50 og ökum rúmlega klukkustundar leið til Chester. Komið við í ferðamannabænum Blakemere Village en þar má finna smáverslanir, matsölustaði, handverk, ránfuglasýningu o.fl. Þaðan ekið á hótel í Chester þar sem við gistum í fjórar nætur.

25. júní | Dagur í Chester

Að loknum morgunverði verður haldið í gönguferð um borgina. Í þessari tæplega 80 þúsund manna borg er fjöldi bygginga frá miðöldum og borgarmúrarnir þar sennilega þeir best varðveittu í Englandi. Við kíkjum á þessa aldagömlu borgarmúra, sjáum merkilegan svart-hvíta arkitektúrinn sem prýðir mörg hús í miðbæ Chester. Við heimsækjum dómkirkjuna, Chester Cathedral, einstaka byggingu sem upphaflega var byggð sem klaustur árið 1092. Seinna reis svo kirkja í rómönskum stíl en frá 1250 tók við merkilegt 250 ára tímabil þegar sú magnaða bygging í gotneska stílnum sem við skoðum reis. Eftir hádegi gefst hverjum og einum tími til að skoða borgina á eigin vegum.

26. júní | Snowdonia þjóðgarðurinn

Áfangastaður dagsins er Snowdonia þjóðgarðurinn en hann dregur nafn sitt af Snowdon fjallinu sem er hæsta fjall Wales (1085 m). Háir fjallgarðar einkenna þjóðgarðinn en þar má líka finna straumharðar ár, fossa, skóga og stöðuvötn. Að loknum góðum morgunverði er ekið til Ruthin og þar verður áð um hríð, hægt að fá sér kaffi, rölta um bæinn og skoða mannlífið. Nafn bæjarins kemur úr velsku en rhudd merkir rauður og din er virki. Kastali sem hér var byggður á árunum 1277-84 stendur einmitt á rauðum sandsteini. Ökum áfram um landbúnaðarhéruð og komum næst í umræddan þjóðgarð þar sem margt er að sjá. Förum um smáþorp og náttúru sem sums staðar svipar til Íslands. Við ökum um smábæinn Bala og komum í gamlan námubæ, Blaenau Ffestiniog, þar sem sjá má ummerki eftir sögulega námuvinnslu. Áfram er haldið og enn um skemmtileg svæði, fjöll og firnindi uns komið er í bæinn Betws-y-Coed. Þar fáum við okkur hádegishressingu og skoðum okkur um. Umhverfi bæjarins er einstaklega fallegt, stutt er í afar vinsæl útivistarsvæði þar sem göngusvæðin eru mikið notuð. Á leiðinni frá Betws-y-Coed til Chester er ekið um þrönga dali framhjá fjallinu Snowdonia, en síðan taka fallegar sveitir við síðasta spottann.

Opna allt

27. júní | Grasagarður, Conwy og Llandudno

Í dag verður haldið í skoðunarferð til Norður-Wales. Fyrir hádegi heimsækjum við afar fallegan grasa- og útivistargarð í Norður Wales. Síðan er ekið til Conwy, gengið um gamla miðaldakjarna bæjarins og litið á minnsta hús Bretlands. Ekið til Llandudno sem er fallegur strandbær sem hefur ekki að ástæðulausu hlotið nafngiftina drottning velskra sumarleyfisstaða. Í Llandudno verður ekið að kalksteinshöfða sem rís 207 m beint upp úr sjónum. Ef veður leyfir verður ákveðið á staðnum hvort farið verður upp á höfðann með sporvagni. Þaðan er stórkostlegt útsýni og ekki síður áhugavert dýra- og plöntulíf en við gætum m.a. rekist á hinn einstaka Kashmiri geitastofn sem fluttur var til Englands sem gjöf frá persneska konunginum til Viktoríu drottningar á krýningarathöfn hennar árið 1837. Síðan ekið um fallegar sveitir á náttstað í Chester.

28. júní | Á slóðir Bítlanna - Liverpool

Í dag höldum við til Liverpool þar sem við förum í skoðunarferð um borgina. Að sjálfsögðu bregðum við okkur á slóðir Bítlanna og komum við á Bítlasafninu í Royal Albert Dock við höfnina. Líkt og í mörgum borgum Englands eru þekkt knattspyrnulið í Liverpool og eru tvö þar í borg býsna áberandi í efstu deild. Á leið okkar út úr borginni gefst tækifæri til að aka hjá leikvöngum þessara liða og þaðan áfram til næstu stórborgar, Manchester, þar sem gist verður í tvær nætur.

29. júní | Manchester – skoðunarferð & frjáls dagur

Að loknum morgunverði halda þeir sem áhuga hafa í gönguferð á Vísinda- og iðnaðarsafnið. Eftir hádegið gefst hverjum og einum tími til að skoða borgina á eigin vegum, kíkja á söfn, líta inn til kaupmanna eða skoða mannlífið á einu af kaffihúsum borgarinnar.

30. júní | Heimferðardagur

Hópurinn fer með rútu út á flugvöll. Brottför frá Manchester kl. 13:00 og er lending áætluð í Keflavík kl. 14:50 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Dómkirkjan í Chester

Dómkirkjan í Chester

Chester

Chester

Dómkirkjan í Chester

Dómkirkjan í Chester

Conwy

Conwy

Conwy

Conwy

Liverpool

Liverpool

Chester

Chester

Conwy kastalinn

Conwy kastalinn

Llandudno

Llandudno

Llandudno

Llandudno

Llandudno

Llandudno

Dómkirkjan í Manchester

Dómkirkjan í Manchester

Liverpool

Liverpool

Snowdonia þjóðgarðurinn

Snowdonia þjóðgarðurinn

Snowdonia þjóðgarðurinn

Snowdonia þjóðgarðurinn

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Dómkirkjan í Chester
Chester
Dómkirkjan í Chester
Conwy
Conwy
Liverpool
Chester
Conwy kastalinn
Llandudno
Llandudno
Llandudno
Dómkirkjan í Manchester
Liverpool
Snowdonia þjóðgarðurinn
Snowdonia þjóðgarðurinn
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Fararstjórn

Árni Snæbjörnsson

Árni Snæbjörnsson er fæddur árið 1946 að Stað í Reykhólasveit og ólst þar upp. Hann er búfræðingur og búfræðikandídat (B.Sc) frá Hvanneyri og lauk framhaldsnámi (M.Phil) í landbúnaðargreinum frá Landbúnaðarháskólanum í Edinborg 1977.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir