Nice & Mónakó

Glæsileg ferð á frönsku Rívíeruna eða Côte d’Azur í Provence héraðinu. Það er ekki að undra að helstu listamenn sögunnar hafa leitað innblásturs hér, slík er fegurðin og ekki skemmir fyrir að nú er blómatími mímósunnar.

Ferðin hefst í Zürich en þaðan verður ekin fögur leið í átt að Mílanó, þar sem gist verður fyrstu nóttina. Þaðan verður ekið beina leið til Nice, yndislegrar borgar við Côte d’Azur ströndina sem verður áningarstaðurinn okkar. Við tökum þátt í glensi og gamani á blóma- og ljósahátíð í Nice, upplifum sannkallaða karnivalstemningu. Einnig bregðum við okkur til Menton og upplifum þar Fête du Citron, hina ævintýralegu sítrónuhátíð. Við fetum í fótspor kvikmyndastjarna í Cannes og sækjum bæinn Antibes heim sem er sannkölluð paradís. Suðrænn blær leikur um okkur í furstadæminu Mónakó sem er dásemdin ein að sækja heim og margt skemmtilegt að upplifa. Endar þessi glæsilega ferð á flugi heim frá Zürich.

Verð á mann í tvíbýli 208.800 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 48.800 kr.


Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgunverður alla daga á hótelum.
 • 5 Kvöldverðir á hótelum.
 • Aðgangur að blóma- og ljósahátíðinni í Nice.
 • Aðgangur á sítrónuhátíð í Menton.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Siglingar.
 • Hádegisverðir.
 • Kvöldverðir 2. & 4. mars
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Sjóminjasafnið í Mónakó frá ca € 14.
 • Spilavítið Monte Carlo ca € 17.
 • Picasso safnið í Antibes ca € 8.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

28. febrúar | Flug til Zürich & Mílanó

Brottför frá Keflavík kl. 7.20, mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í Zürich í Sviss kl. 12.00 að staðartíma. Þaðan verður ekin fögur leið í átt að Mílanó á Ítalíu þar sem gist verður í nágrenni borgarinnar fyrstu nóttina.

1. mars | Nice við Côte d’Azur í Provence

Eftir góðan morgunverð verður ekið til Nice við Côte d’Azur í Provence héraði í Frakklandi. Þar verður gist í 5 nætur á góðu hóteli í miðbænum. Borgin er einn vinsælasti ferðamannastaður Côte d’Azur strandarinnar og ekki að undra að helstu listamenn sögunnar hafa leitað innblásturs hér, slík er fegurðin og ekki skemmir fyrir að nú er blómatími mímósunnar.

2. mars | Blóma- & ljósahátíð í Nice

Nú er líf og fjör í borg og bæ en í dag upplifum við blómahátíð og skrúðgöngu við strandgötuna Anglais í Nice. Það var árið 1873 sem Andriot Saetone hélt fyrstu blómahátíðina. Upphaflega voru þetta bara einföld skipti á blómum á þessum tíma en smám saman varð þetta að blómabardaga til að skemmta ferðamönnum. Hún er þó með mun rólegra yfirbragði í dag. Um kvöldið er ljósahátíð og karnival en hátíðarinnar er fyrst getið árið 1294 þegar Charles d´Anjou, greifi frá Provence héraðinu, lýsti því yfir að „hann hafi skemmt sér konunglega á karnival hátíð í Nice“. Þetta er stórkostleg hátíð, glens og gaman og mikið að upplifa. Þarna birtast málaðar og skreyttar fígúrur úr pappamassa, hljómsveitir alls staðar að úr heiminum koma fram og úr þessu verður ein allsherjar skemmtun. Kvöldverður á eigin vegum í Nice.

Opna allt

3. mars | Menton & Fête du Citron (sítrónuhátíð)

Menton er yndisleg frönsk borg við landamæri Frakklands og Ítalíu og þar munum við njóta dagsins. Við förum í stutta skoðunarferð um borgina en síðan tökum við þátt í sítrónuhátíðinni „Fête du Citron“, sem haldin hefur verið árlega frá 1934. Þessi litríka skrúðganga og hátíð er einsdæmi í heiminum. Þarna eru um 145 tonn af sítrónum notaðar í stórkostlega skúlptúra, um 300 tónlistarmenn sjá um að skemmta fólki og þúsundir manna heimsækja hátíðina árlega.

4. mars | Cannes & Antibes

Í dag er ferðinni heitið til Cannes sem er heillandi borg á fallegum stað við Napoule flóann. Hún er einna frægust fyrir alþjóðlegu kvikmyndahátíðina sem haldin er þar ár hvert. Gengið verður að kvikmyndahöllinni og að sjálfsögðu að svæðinu þar sem rauði dregillinn er staðsettur á meðan á hátíðinni stendur. Einnig munum við rölta um sjarmerandi gamla bæinn í Cannes áður en haldið verður til Antibes sem er einn elsti miðaldabærinn við Côte d’Azur. Antibes er oft nefndur paradís strandarinnar og er ekki að undra að m.a. listamennirnir Picasso og Henri Matisse hafi fengið innblástur hér fyrir mörg af verkum sínum. Við förum í skemmtilega skoðunarferð um elsta hluta bæjarins en þessi bær tilheyrði Grimaldi furstafjölskyldunni af Mónakó um tíma. Einnig gefst færi á að fara inn á Picasso safnið sem er í gömlu höll Grimaldi ættarinnar sem er frá 14. öld. Kvöldverður á eigin vegum.

5. mars | Furstadæmið Mónakó & spilavítin í Monte Carlo

Þennan dag heimsækjum við furstadæmið Mónakó, stundum kallað dvergríkið Mónakó. Við höldum í skoðunarferð um klettaborgina en þar er að finna sjóminja- og sædýrasafnið, höll furstafjölskyldunnar og dómkirkjuna þar sem Grace Kelly var borin til grafar. Einnig verður komið við í Monte Carlo hverfinu þar sem glæsilega byggingu Grand Casino spilavítisins er meðal annars að finna.

6. mars | Nice & Zürich

Eftir yndislega daga, upplifun og hátíðarhöld kveðjum við borgina Nice og ekið verður til Zürich í Sviss þar sem gist verður síðustu nóttina í nágrenni flugvallar.

7. mars | Heimferð frá Zürich

Nú er komið að kveðjustund eftir ljúfa og skemmtilega daga. Ekið verður út á flugvöll í Zürick. Brottför þaðan kl 13.05 og lending í Keflavík kl 16.00 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Cannes

Cannes

Mónakó

Mónakó

Nice

Nice

Mílanó

Mílanó

Antibes

Antibes

Sítrónuhátíð í Menton

Sítrónuhátíð í Menton

Mónakó

Mónakó

Cannes

Cannes

Cannes

Cannes

Cannes
Mónakó
Nice
Mílanó
Antibes
Sítrónuhátíð í Menton
Mónakó
Cannes
Cannes

Fararstjórn

Hólmfríður Bjarnadóttir

Hólmfríður Bjarnadóttir (Hófý) heiti ég og er fædd árið 1960 á Patreksfirði. Ég er móðir þriggja drengja og er búsett í Bæjaraskógi í Þýskalandi um þessar mundir með yngsta drenginn, Gabríel Daða. Eiginmaður minn er Norbert Birnböck sem er einn af bílstjórum Bændaferða.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir