Aðventufegurð við Bodensee
27. nóvember – 4. desember 2021 (8 dagar)
Hér er í boði hrífandi aðventuferð þar sem glæstar borgir, litlir bæir og spennandi aðventumarkaðir skapa notalega jólastemningu. Eftir flug til Zürich í Sviss verður ekin fögur leið til Freiburg sem stendur í jaðri suðvesturhluta Svartaskógar og er oft kölluð höfuðstaður Svartaskógar. Borgin er hins vegar þekkt fyrir gotneska list, líkt og dómkirkjuna Freiburger Münster, þröngar, steinilagðar götur gamla miðbæjarins, bindingsverkhús og síðast en ekki síst hin svokölluð Bächle, lækjarfarvegi sem renna um götur borgarinnar. Borgin er yndisleg á þessum árstíma og býður okkur upp á fallega jólamarkaði. Við förum í dagsferðir til Strassborgar, höfuðstaðs Alsace héraðsins, sem er sérlega glæsileg á aðventunni og förum við þar í töfrandi siglingu á ánni Ill. Eftir góða dvöl í Freiburg höldum við til Friedrichshafen við Bodensee vatn í Þýskalandi. Á leið okkar þangað verður áð í Konstanz, einni af fegurstu borgunum við vatnið þar sem ríkir mikil jólastemning. Það verður skemmtileg upplifun að koma til miðaldaborgarinnar Ravensburg sem á sér mikla sögu en víða um borgina eru sýnileg merki um blómaskeið borgarinnar frá miðöldum. Fjöldinn allur af turnum og hliðum sem hlíft var í seinni heimsstyrjöldinni og færðu Ravensburg gælunafnið turnaborgin. Við endum þetta aðventuævintýri á yndislegum degi í bænum Lindau við Bodensee vatnið. Skoðum bæinn og jólamarkaðinn við höfnina sem oft er sagður sá fallegasti í Þýskalandi og förum þaðan í töfrandi aðventusiglingu.