Sigling frá Moskvu til Astrakhan

Hér gefst einstakt tækifæri til að skoða það helsta sem hið mikilfenglega Rússland hefur upp á að bjóða.

Í upphafi ferðar munum við kynnast Moskvu og fræðast m.a. um Kreml og Rauða torgið ásamt fjölda sögufrægra staða í þessari stærstu borg Evrópu. Þegar 4* skipið okkar, MS Konstantin Korotkov, leysir landfestar leggjum við upp í einkar áhugaverða siglingu, fyrst á Moskvufljóti en síðar á hinu magnaða fljóti Volgu, sem er það lengsta í Evrópu. Á meðan siglingu stendur njótum við dvalarinnar en á skipinu er m.a. að finna veitingastað, danssal, tvo bari og minjagripaverslun. Á hverjum morgni bíða okkar nýjar og áhugaverðar slóðir til að kanna og fræðast um margt merkilega sögu Rússlands og íbúa landsins. Á leið okkar til Astrakhan munum við heimsækja nokkrar af gullborgum Rússlands s.s. Uglich, Yaroslavl og Kostroma, en einnig munum við staldra við í bæjunum Nizhny Novgorod, Cheboksary, Kazan, Samara, Saratov og Volgograd. Hvarvetna má glöggt greina austurlensk áhrif en borgin Astrakhan er sögð hafa verið hlið Rússlands til Austurlanda hér áður fyrr, en hún stendur á óshólmum Volgu við Kaspíahaf. Sigling eftir þessu volduga fljóti mitt í hjarta Rússlands er ógleymanleg upplifun og eitthvað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Verð og nánari upplýsingar væntanlegt

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Pétur Óli Pétursson

Pétur Óli Pétursson er sérfróður um Pétursborg og Rússland. Hann hefur búið í mörg ár í borginni og er einn fárra Íslendinga á þessum slóðum, en þar á hann og rekur fyrirtæki. Hann hóf fyrir mörgum árum, eiginlega fyrir tilviljun, að taka á móti íslenskum hópum og vinna sem fararstjóri. Í dag er Pétur Óli án efa þekktasti íslenski fararstjórinn í Pétursborg. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00