Sveitasæla á Englandi

Við bjóðum spennandi ferð til Norður-Englands þar sem skoðaðar verða ýmsar náttúruperlur, farið um þjóðgarða Yorkshire og á slóðir norrænna manna og fornra minja. Flogið verður til Manchester, ekið um Wakefield þar sem gömul kolanáma verður heimsótt og þaðan verður farið til York. Við förum á Jorvik Viking Centre sem er frábært safn frá víkingatímanum. Við rifjum upp ferð Egils Skallagrímssonar til York en þar orti hann hið þekkta kvæði Höfuðlausn. Farið verður um Jórvíkurdalina sem að hluta til eru þjóðgarðar. Þar verður komið við í skemmtilegum þorpum og bæjum og sögustaðir heimsóttir, s.s. kastali, fornminjar og kunnir staðir úr sjónvarpsþáttum. Í Manchester verður boðið upp á skoðunarferð á Vísinda- og iðnaðarsafnið en einnig gefst frjáls tími sem hver getur ráðstafað að vild.

Verð á mann í tvíbýli 156.600 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 27.600 kr.


Innifalið

 • 5 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgunverður allan tímann á hótelum.
 • Þrír kvöldverðir.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Hádegisverðir.
 • Einn kvöldverður í York.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • National Coal Mining Museum for England ca £9.
 • Víkingasafnið York ca £12.
 • Dómkirkjan York ca £15.
 • Rievaulx Abbey ca £6.
 • Bolton Castle ca £10.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

12. ágúst | Flug til Manchester, Wakefield & York

Flogið er til Manchester árla dags, brottför frá Keflavík kl. 8:00 en mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2,5 klst. fyrir brottför. Við lendum í Manchester kl. 11:50 og ökum beint til Wakefield sem er skammt frá Leeds. Þar heimsækjum við gamla kolanámu og fræðumst um þann þátt í atvinnulífi Breta sem á sér langa sögu. Við sjáum aðbúnað og aðstæður í námunni og heyrum um hvernig hestar, m.a. íslenskir hestar, komu við sögu og hvers vegna þeir voru eftirsóttir til notkunar í námum. Síðdegis verður ekið til York þar sem gist verður í þrjár nætur. 

13. ágúst | Víkingaborgin Jórvík/York

Við byrjum daginn á gönguferð á Víkingasafnið og fræðumst um innrás norskra víkinga á svæðið undir stjórn Haralds harðráða þann 25. september 1066. Á árunum 1976-1981 unnu enskir fornleifafræðingar kappsamlega að uppgreftri fornminja í York. Í ljós kom heill bær norrænna manna frá 9. og 10. öld. Víkingasafnið, sem nú varðveitir þessar minjar, býður upp á merkilega ferð aftur í tímann til þeirra ára þegar norrænir menn bjuggu hér. Tímavélin nemur staðar á tilteknum degi í október árið 948. Gestir frá 21. öld eru komnir í Lundgötu þar sem íbúar vinna sín daglegu störf. Hér er selt og keypt, hverfið angar af 10. aldar mat, fötum og húsdýrum og er upplifunin engri lík. Þegar við höfum dvalið í heimi norrænna manna á 10. öld um hríð verður gengið til hinnar tilkomumiklu dómkirkju staðarins. Eftir hádegi er frjáls tími til að skoða borgina betur. 

14. ágúst | Whitby

Farið er í dagsferð til Whitby. Ekið verður um hluta Jórvíkurþjóðgarðs og um Thirsk til Rievaulx Abbey, sem er fornfrægt og aflagt klaustur. Þaðan er farið til Goathland, sem er áhugaverður staður en hér voru sjónvarpsþættirnir Heartbeat myndaðir og hér er lestarstöðin fræga í Hogwarts sem kom við sögu í kvikmyndunum um Harry Potter. Næst verður ekið til Whitby, sem er vinsæll baðstrandarbær, en á heimleiðinni verður farið um enskar sveitir og komið við í Osmotherley og stansað þar á sveitakrá.

Opna allt

15. ágúst | Ripon, Hawes & Skipton

Við yfirgefum nú York og höldum til Manchester um annan hluta Jórvíkurþjóðgarðs. Farið er um Ripon, ekið um bæinn og jafnvel staldrað við í morgunkaffi. Á leiðinni heimsækjum við Bolton Castle en hann hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæll tökustaður kvikmynda. Því næst heimsækjum við litla markaðsbæinn Hawes en þar eru framleiddir hinir frægu Wensleydale ostar sem rekja uppruna sinn til franskra munka frá 13. öld. Í Hawes eru verslanir, krár og veitingastaðir. Áður en við komum til Manchester verður staldrað við í miðbæ Skipton stutta stund.

16. ágúst | Manchester – frjáls dagur og heimferð

Að loknum morgunverði halda þeir sem áhuga hafa í gönguferð á Vísinda- og iðnaðarsafnið. Eftir hádegið gefst hverjum og einum tími til að skoða borgina á eigin vegum, kíkja á söfn, í verslanir eða fá sér heitan bolla af ekta ensku tei, allt eftir hentugleika og áhuga hvers og eins. Seinnipart dags verður farið með rútu út á flugvöll. Brottför frá Manchester kl. 21:50 og er lending áætluð í Keflavík kl. 23:40 að staðartíma.


Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Manchester

Manchester

Rievaulx Abbey

Rievaulx Abbey

Rievaulx Abbey

Rievaulx Abbey

Whitby

Whitby

Whitby

Whitby

York

York

York

York

Yorkshire

Yorkshire

Rivevaulx Abbey

Rivevaulx Abbey

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Bjarni Guðmundsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Bjarni Guðmundsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Bjarni Guðmundsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Bjarni Guðmundsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Bjarni Guðmundsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Bjarni Guðmundsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn

Manchester
Rievaulx Abbey
Rievaulx Abbey
Whitby
Whitby
York
York
Yorkshire
Rivevaulx Abbey
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Bjarni Guðmundsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Bjarni Guðmundsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Bjarni Guðmundsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Árni Snæbjörnsson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Stephen Alan Fairbairn

Fararstjórn

Árni Snæbjörnsson

Árni Snæbjörnsson er fæddur árið 1946 að Stað í Reykhólasveit og ólst þar upp. Hann er búfræðingur og búfræðikandídat (B.Sc) frá Hvanneyri og lauk framhaldsnámi (M.Phil) í landbúnaðargreinum frá Landbúnaðarháskólanum í Edinborg 1977.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir