6. - 19. ágúst 2023 (14 dagar)
Það er ævintýri líkast að ferðast um Svartfјallaland, þessa einstöku perlu við Adríahafið. Þar heillar alla stórbrotin og ólýsanleg náttúrufegurð, merkileg saga þjóðar og litskrúðugt menningarlíf. Ferðin byrjar í Mílanó en þaðan er ekið til hafnarborgarinnar Ancona á Ítalíu og siglt yfir til sögufrægu borgarinnar Split í Króatíu. Þá bíður miðaldabærinn Budva í Svartfjallalandi eftir okkur en á leiðinni þangað verður áð í Dubrovnik sem er ein af perlum Króatíu. Það er draumi líkast að sigla um Kotor flóa yfir í eyjuna María á kletti og í virkisborginni Kotor fræðumst við um sögu borgarinnar á miðöldum. Konungsborgin Cetinje er einstaklega hrífandi og í Sipcanik sjáum við stærsta vínkjallara landsins sem var notaður af Nato sem flugvéla- og vopnageymsla. Á vatninu Skatar upplifum við eitt af mörgum náttúruundrum landsins og ótrúlega náttúrufegurð. Frá Budva líðum við áfram í ljúfri siglingu með fram fallegustu strönd landsins, Becici Rivera, og siglum hjá Sveti Stefan eyjunni sem er engu lík. Áður en siglt er til baka frá Split njótum við Diokletian hallarinnar og endum að lokum þetta ævintýri með viðkomu í rauðu borginni Bologna á Ítalíu.