Sælureiturinn Wolfgangsee

Glæsileg ferð þar sem fegurð landsins fjalla er stórkostleg í bænum St. Gilgen við Wolfgangsee vatn inn á milli Alpafjalla Austurríkis. Þetta er dásemdar staður við fjallið Zwölfhorn.

Í þessari ferð munum við upplifa töfrandi náttúrufegurð Salzkammergut svæðisins, m.a. á siglingu á Wolfgangsee vatni til St. Wolfgang. Bær sá er einstök perla við vatnið og ákaflega vinsæll sumardvalarstaður. Það er mikil upplifun að taka tannhjólalest upp á Schafberg, heimafjall bæjarbúa sem er í 1.783 m hæð. Heimamenn segja að þaðan sé fallegasta útsýnið yfir Alpafjöllin, Salzkammergut svæðið og glitrandi vötn þess. Ólýsanleg náttúrufegurð tekur á móti okkur í Hallstatt við Hallstättersee en bærinn og einstakt landslagið umhverfis hann eru varðveitt á heimsminjaskrá UNESCO. Við heimsækjum tónlistarborgina Salzburg, eina af perlum Austurríkis og fæðingarborg Wolfgang Amadeus Mozarts. Þessi dásemdarferð endar í München, höfuðstað Bæjaralands í Þýskalandi, einstaklega heillandi, líflegri og skemmtilegri borg.

Verð á mann í tvíbýli 214.700 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 24.800 kr.


Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun og kvöldverður allan tíman á hótelinu.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir. og kirkjur.
 • Siglingar og kláfar.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Siglingu á Wolfgangsee vatni ca € 20.
 • Tannhjólalest upp á Schafberg fjall ca € 37.
 • Kláfur upp á Zwölfhorn fjallið ca € 25.
 • Lest upp í Hohensalzburg kastala ca € 15.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

9. júní | München & St. Gilgen við Wolfgangsee vatn

Brottför frá Keflavík kl. 7:20 með Icelandair. Mæting í Leifsstöð a.m.k. 2 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 13:05 að staðartíma. Nú verður ekið til St. Gilgen við Wolfgangsee vatn þar sem gist verður í 5 nætur á góðu hóteli í miðbænum þar sem er innisundlaug, heilsulind og líkamsrækt. Í 15 mínútna göngufæri frá hótelinu er einkabaðströnd hótelsins við Wolfgansee vatnið með sólstólum, sauna og litlum árabát.

10. júní | Sigling til St. Wolfgang & Schafberg

Nú verður farið í töfrandi siglingu á Wolgansee vatni til bæjarins St. Wolfgang. Þessi bær sem áður var mikilvægur áfangastaður pílagríma hefur frá alda öðli tekið á móti gestum og í dag er hann ákaflega vinsæll sumardvalarstaður. Bærinn er einnig þekktur fyrir óperettuna Im weißen Rössl am Wolfgangsee sem helguð var honum. Við eigum ljúfan tíma í þessum fallega bæ en eftir hádegi verður farið með tannhjólalest upp á Schafberg heimafjall þeirra sem er í 1.783 m hæð. Útsýnið þaðan yfir Alpafjöllin, Salzkammergut svæðið og á glitrandi vötn þess er stórkostlegt. Uppi er elsta fjallahótel Austurríkis, Hotel Schafbergspitze og þar er upplagt að fá sér hressingu. Eftir þessa fjallasælu verður siglt til baka yfir til St. Gilgen.

11. júní | Hallstatt við vatnið Hallstättersee

Að morgunverði loknum verður ekin hrífandi leið til hins draumfagra bæjar Hallstatt. Bærinn og landsvæðið umhverfis hann var skráð á heimsminjaskrá UNESCO árið 1996. Þetta er yndislegur bær sem gaman er að rölta um. Við lítum inn í kirkjuna, sem er með mjög merkilegu, útskornu altari frá árinu 1520 og skoðum grafhýsið sem tengt er kirkjunni. Hér verður gefinn tími til að njóta þess að vera á þessum dásamlega stað. Þegar við höfum skoðað nægju okkar verður ekið að vatninu Aussee og að Schladming þar sem áð verður um stund áður en haldið verður til baka á hótel.

Opna allt

12. júní | Frjáls dagur í St. Gilgen

Í dag ætlum við að njóta þess að vera á þessum fallega stað í bænum St. Gilgen við Wolfgangsee vatnið umvafin fjalladýrð. Nú er upplagt að skoða sig betur um í þessum töfrandi listamannabæ sem jafnframt er fæðingarbær móður Wolgang Amadeus Mozart. Nannerl systir hans bjó hér í 17 ár og hægt er að skoða hús þeirra og Mozart brunnin við ráðhús bæjarins. Hér er kláfur sem flytur fólk upp á Zwölfhorn fjallið í 1476 m hæð en þaðan er töfrandi útsýni yfir Salzkammergut svæðið. Einnig er sjálfsagt að nota sér glæsilega aðstöðu við hótelið okkar.

13. júní | Tónlistarborgin Salzburg & Mozart

Í dag ætlum við að heimsækja Salzburg, sem er þekktust sem fæðingarborg Mozarts og fyrir hrífandi byggingar í barokkstíl. Við hefjum daginn á stuttri skoðunarferð um borgina, skoðum Mirabellgarðinn og göngum eftir Getreidegasse en hún er með elstu og þekktustu götum borgarinnar. Þar er að finna mjög áhugavert Mozartsafn. Í góðu veðri er gaman að koma upp í kastalann Hohensalzburg en þar var hluti kvikmyndarinnar Söngvaseiður eða Sound of Music tekinn upp. Falleg sýn er þaðan yfir borgina, Salzburgerland og stórfenglegt umhverfi Alpanna í kring sem eru aðdráttarafl fjölda ferðamanna ár hvert. Síðdegis gefst hverjum og einum tími til að kanna mannlíf borgarinnar á eigin vegum.

14. júní | St. Gilgen & Skoðunarferð um München

Nú er komið að því að kveðja þennan undurfagra stað eftir yndislega daga. Við ökum fallega leið til München, höfuðborgar Bæjaralands í Þýskalandi. Byrjað verður á að fara í skoðunarferð um borgina. Ekið verður um helstu staði borgarinnar t.d. að ólympíusvæðinu sem var byggt fyrir Ólympíuleikana 1972, BMW byggingunni og safninu, Maximilianeum þinghúsinu og gamla og nýja Pinakothek listasafninu. Við förum að Wittelsbacher brunninum og á skemmtilega markaðinn Viktualienmarkt, sem er aðalmarkaður borgarinnar. Ef við erum á góðum tíma er upplagt að enda inn á Marienplatz torgi og skoða ráðhús borgarinnar og taka púlsinn á íbúum borgarinnar áður en ekið er á hótel í miðbænum þar sem við gistum í 2 nætur.

15. júní | Frjáls dagur í München

München er helsta lista- og menningarborg landsins og hér er margt í boði. Nú verður frjáls tími til að kanna þessa glæsilegu borg á eigin vegum. Hún bíður m.a. upp á töfrandi listasöfn, Deutschemuseum eitt magnaðasta tækni- og vísindasafn veraldar og BMW safnið. Undurfögur torg prýða borgina og kaupmenn borgarinnar eru fjölmargir svo og skemmtileg kaffi- og veitingahús sem vert er að gefa gaum.

16. júní | Nympfenburg höllin & heimflug frá München

Nú er komið að heimferð eftir yndislega daga í München og eftir góðan morgunverð kveðjum við hótelið. Það verður byrjað á því að aka að Nympfenburg höllinni en hallargarðurinn er einn sá stærsti í Evrópu. Sumarhöllin var gjöf til Ferdinand Maria og Henriette Adelaide frá Savoy eftir 10 ára hjónaband þeirra. Ítalskur arkitekt Agostino Barelli var fenginn árið 1664 til að sjá um byggingu hallarinnar. Eftir góðan tíma við höllina og garðinn verður ekið út á flugvöll í München. Brottför þaðan er kl. 17:35 og lending í Keflavík kl. 19:30 að íslenskum tíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Útsýni frá Schafberg

Útsýni frá Schafberg

Salzburg

Salzburg

Stytta af ungum Mozart á Mozarttorginu St. Gilgen

Stytta af ungum Mozart á Mozarttorginu St. Gilgen

Getreidegasse í Salzburg

Getreidegasse í Salzburg

Austurrískt snitzel

Austurrískt snitzel

Hallstättersee

Hallstättersee

Wolfgangsee vatnið

Wolfgangsee vatnið

Ólympíuleikvangurinn í München

Ólympíuleikvangurinn í München

Ólympíuleikvangurinn í München

Ólympíuleikvangurinn í München

Hallstätt

Hallstätt

Hallstatt

Hallstatt

Salzburg

Salzburg

Salzburg

Salzburg

Hallstätt Salzkammergut

Hallstätt Salzkammergut

Útsýni yfir St. Wolfgang

Útsýni yfir St. Wolfgang

Útsýni frá Schafberg
Salzburg
Stytta af ungum Mozart á Mozarttorginu St. Gilgen
Getreidegasse í Salzburg
Austurrískt snitzel
Hallstättersee
Wolfgangsee vatnið
Ólympíuleikvangurinn í München
Ólympíuleikvangurinn í München
Hallstätt
Hallstatt
Salzburg
Salzburg
Hallstätt Salzkammergut
Útsýni yfir St. Wolfgang

Fararstjórn

Inga Ragnarsdóttir

Leiðsögu- og myndlistamaðurinn Inga Ragnarsdóttir hefur starfað fyrir Bændaferðir frá árinu 2004. Hún hefur farið í fjölda ferða um mið-Evrópu þar sem hún er á heimavelli en Asía hefur verið hennar kærasta sérsvið frá upphafi. Ferðir Ingu um lönd eins og Indland, Nepal, Tíbet, Víetnam, Kambódíu, Búrma, Laos og Japan hafa notið mikilla vinsælda en Kína hefur hún sótt heim á hverju ári, oft tvisvar, síðustu 15 árin. Inga segir töfra Kína vaxa eftir því sem maður kynnist landinu nánar en það hefur heillað hana allt frá því á unglingsárunum.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir