Páskaveisla í Prag

24. - 31. mars 2018 (8 dagar)

Það er alltaf yndislegt í Prag á vorin, þegar gróðurinn tekur við sér eftir veturinn og vaknar af dvala.

Hér verður farið í skemmtilega páskaferð til gullborgarinnar í Tékklandi sem er ein af fegurstu borgum Evrópu. Menning, listir og dulúð miðalda setja svip sinn á Prag sem iðar af mannlífi. Glæstar byggingar, Karlsbrúin, Hradcanykastalinn, ráðhúsið með stjörnuúrið, kirkjur, tónleikar, listasöfn, kristall og litskrúðugar verslanir. Við hefjum ferðina í München og ökum rakleiðis til Pilsen í Tékklandi, sem var valin menningarborg Evrópu árið 2015. Í skemmtilegri skoðunarferð um borgina verður Pilsner Urquelle bjórverksmiðjan heimsótt. Að því loknu bíður okkar hin fagra borg Prag, en síðustu daga ferðarinnar njótum við í hinni fallegu og líflegu Regensburg sem var skráð á heimsminjaskrá UNESCO árið 2007. 

Verð á mann í tvíbýli 179.700 kr. 

Aukagjald fyrir einbýli 28.800 kr.

Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverðir allan tímann á hótelum.
 • Einn kvöldverður á veitingastað frá 13. öld við ráðhústurninn.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir í söfn, hallir og kirkjur.
 • Siglingar.
 • Vín- eða bjórsmökkun.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Pilsner Urquelle bjórbrugghúsið og safn ca. € 10.
 • Aðgangur í Gullgötuna og Hradčany kastalann í Prag ca. € 14.
 • Gyðingasafnið í Prag ca € 6.
 • Sigling á Moldá með drykk ca € 12. 

Kort af ferðinni

Ferðalýsing

Prenta ferðalýsingu

24. mars | Flug til München & Pilsen

Brottför frá Keflavík kl. 7:20, mæting í Leifsstöð um 2 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 12:05 að staðartíma. Ekið verður beint til Pilsen í Tékklandi, þar sem gist verður í eina nótt. Pilsen er ein af mikilvægustu viðskipta- og verslunarborgum landsins og var valin menningarborg Evrópu árið 2015. Borgin er heimsfræg fyrir bjórinn Pilsner Urquelle og Skoda bílaverksmiðjurnar. 

25. mars | Pilsner Urquelle & Gullborgin Prag

Við hefjum daginn rólega og er upplagt er að fara í stutta göngu með fararstjóranum. Að skoðunarferðinni lokinni munum við heimsækja Pilsner Urquelle brugghúsið þar sem einn frægasti bjór landsins er framleiddur. Við förum í skoðunarferð um brugghúsið og borðum þar léttan hádegisverð. Fyrir þá sem kunna að meta góðan bjór er upplagt að smakka á heimsfrægri afurðinni. Síðdegis verður ferðinni haldið áfram til Gullborgarinnar Prag þar sem gist verður í 4 nætur á góðu hóteli.

26. mars | Skoðum hallarsvæðið Hradčany - Pražský hrad

Fyrri part dags verður farið í skoðunarferð um Hradcanykastala, sem hefur verið bústaður forseta lýðveldisins síðan 1918. Á 9. öld byrjaði fursta- og biskupsdæmið í Prag að byggjast þar upp. Svæðið er einn merkilegasti og áhugaverðasti hluti Prag og þar má njóta glæsilegs útsýnis frá hallarsvæðinu yfir borgina. Hér væri mjög gaman að borða saman í hádeginu og eftir það er möguleiki á glæsilegri siglingu á Moldau.

Opna allt

27. mars | Dagur í Prag & frjáls tími

Við hefjum daginn á skoðunarferð um þessa glæsilegu höfuðborg Tékklands sem hefur verið ein helsta menningarmiðstöð Evrópu um aldir. Farið verður að Karlsbrúnni, ráðhúsinu með stjörnuklukkunni og Wenzeltorginu svo eitthvað sé nefnt. Eftir hádegi geta áhugasamir farið í skoðunarferð um Gyðingahverfið, en einnig er sjálfsagt að kanna borgina á eigin vegum.

28. mars | Frjáls dagur í Prag

Í dag gefst hverjum og einum tækifæri til að kanna nánar eitthvað af því sem tæpt var á í skoðunarferð gærdagsins. Ótal margt er að sjá og skoða í þessari glæsilegu borg. Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður á veitingastað frá 13. öld við ráðhústurninn, sem státar af frægustu stjörnuklukku veraldar. 

29. mars | Karlovy Vary & Regensburg

Þennan dag tökum við daginn snemma og leggjum af stað til Regensburg þar sem við munum gista í 2 nætur. Á leiðinni verður komið til Karlovy Vary (Karlsbad), sem er vegna fegurðar sinnar og heilsulindanna, einn vinsælasti ferðamannastaður Tékklands. Við stöldrum þar við í góðan tíma og kynnumst staðnum. 

30. mars | Skemmtilegur dagur í Regensburg

Eftir góðan morgunverð höldum við saman í skemmtilega gönguferð um elsta hluta Regensburg, sem stendur við Dóná, næstlengsta fljót í Evrópu. Meðfram ánni eru ævafornar samgönguleiðir þar sem m.a. Niflungar ferðuðust um til hirðar Etzels konungs. Borgin var skráð á heimsminjaskrá UNESCO árið 2007. Í borginni er upplagt að fá sér steikta pylsu eða Bratwurst á veitingastað frá 12. öld, sem er þekktur fyrir að vera einn elsti og besti pylsustaður Þýskalands. 

31. mars | Heimferð frá München

Komið er að heimferð eftir þessa glæsilegu ferð. Að loknum morgunverði verður ekið til München. Flug þaðan kl. 14:05 og lending í Keflavík kl. 16:00 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrá milli daga eftir því sem þörf þykir þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Karlovy Vary

Karlovy Vary

Hradcany square

Hradcany square

Vor í Prag

Vor í Prag

Prag

Prag

Prag - Charles brúin

Prag - Charles brúin

Karlovy Vary
Hradcany square
Vor í Prag
Prag
Prag - Charles brúin

Fararstjórn

Pavel Manásek

Pavel Manasek hóf píanónám sex ára gamall. Hann lagði stund á orgelleik í Konservatoríinu í Kromeris og síðan í Prag-akademíunni. Pavel starfaði sem organisti og söngstjóri við Háteigskirkju 1993-1999 og á árunum 1991-1993 sem organisti og skólastjóri Tónlistarskólans á Djúpavogi. Jafnframt var hann undirleikari og hjá leiklistardeild Listaháskóla Íslands. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 09:30-16:00

 

Tengdar ferðir