Franskar Alpaperlur

19. – 26. maí 2018 (8 dagar)

Fegurð landsins fjalla leikur um okkur í bænum Annecy sem er sannkölluð perla frönsku Alpanna.

Við hefjum ferðina í Genf, en þaðan verður ekið til Annecy við samnefnt vatn, sem er dásamlegur staður. Hápunktur ferðarinnar verður skoðunarferð til bæjarins Chamonix, en frá miðbænum gengur kláfur upp í 3.842 m hæð fjallsins Aiguille du Midi, þaðan sem hreint stórkostlegt útsýni er yfir á Mont Blanc, hæsta fjall Vestur-Evrópu. Við munum upplifa suðrænan blæ svífa yfir menningarmiðstöð Evrópu, Genf við Genfarvatn og þar skoðum við meðal annars fagra lystigarða sem einkenna borgina. Við heimsækjum Montreux, einn vinsælasta ferðamannabæinn við Genfarvatn, Lausanne og hennar heillandi þröngu götur ásamt gamla heilsubænum, Aix les Bains sem stendur við stærsta og dýpsta vatn Frakklands Bourget. Í ferðinni gefst einnig góður tími til að slaka á og njóta ómældrar náttúrufegurðar við og á siglingu um Annecy vatnið.

Verð á mann í tvíbýli 199.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 62.900 kr.

 
Innifalið

 • 9 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn á söfn, í garða, hallir og kirkjur.
 • Siglingar.
 • Hádegisverður.

Valfrjálst

 • Sigling á Annecy-vatni ca. € 18.
 • Útsýniskláfur upp Aiguille du Midi ca. € 62.
 • Sigling á Genfarvatni ca. € 22.
 • Smálest í Genf ca. € 10.

Kort af ferðinni

Ferðalýsing

Prenta ferðalýsingu

19. maí | Flug til Genf & Annecy

Brottför frá Keflavík kl. 7:20. Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í Genf kl. 13:00 að staðartíma. Þaðan verður ekið til Annecy, sem umvafin er frönsku Ölpunum og stendur við hið fræga Annecy vatn. Við gistum 7 nætur í þessum glæsilega bæ.

20. maí | Stutt skoðunarferð í Annecy & frjáls dagur

Við hefjum daginn á gönguferð um Annecy. Bærinn, sem liggur inn á milli fjallanna við Annecy vatnið, er einn þeirra elstu í frönsku Ölpunum. Yfir bænum gnæfir aldagömul höll og eru mörg húsanna í borginni frá 16. - 18. öld. Eftir skoðunarferðina gefst tími til að kanna borgina betur á eigin vegum.

21. maí | Aix les Bains við Bourget vatnið

Heilsubæinn Aix les Bains rekur sögu sína allt til tíma Rómverja, en bærinn stendur við Bourget vatnið, stærsta og dýpsta vatn Frakklands. Hér eru heitar uppsprettur og fólk hefur löngum dvalið hér sér til heilsubótar. Farið verður í skemmtilega skoðunarferð með heimamann í broddi fylkingar og að henni lokinni er hægt að fá sér hádegishressingu áður en haldið er heim á hótel. 

Opna allt

22. maí | Chamonix & Mont Blanc

Í dag verður ekið til Chamonix sem stendur við rætur hæsta fjalls Vestur-Evrópu, Mont Blanc. Chamonix er bær fjalladýrkenda og er einn fjölsóttasti ferðamannabær Frakklands. Frá miðbænum gengur útsýniskláfur upp í 3.842 m hæð fjallsins Aiguille du Midi, þaðan sem stórkostlegt útsýni er yfir á Mont Blanc og Chamonix. Bærinn er einnig einn þekktasti skíðabær landsins og voru fyrstu vetrarólympíuleikarnir haldnir þar árið 1924.

23. maí | Genf við Genfarvatn í Sviss

Nú verður ekið til Genf sem stendur við Genfarvatn (Lac Léman) milli Alpanna og Júrafjalla. Við höldum í skoðunarferð um þessa virðulegu borg sem hýsir fjöldan allan af alþjóðlegum stofnunum, en hún laðar til sín fleiri ferðamenn en nokkur önnur borg í Sviss. Að sameiginlegri skoðunarferð lokinni er upplagt að kanna líf borgarbúa á eigin vegum, en áhugasamir geta farið í skemmtilega siglingu á Genfar vatninu.

24. maí | Montreux & Lausanne við Genfarvatn

Þennan dag verður ekið til Montreux, en frá því að Jean-Jacques Rousseau valdi Montreux svæðið sem sögusvið skáldsögu sinnar La Nouvelle Héloise á 18. öld hefur bærinn verið vinsæll áfangastaður við Genfarvatn. Við komum einnig að bænum Lausanne sem stendur einnig við vatnið og er sérstæður en afskaplega heillandi bær. 

25. maí | Frjáls dagur í Annecy & sigling á vatninu

Hverjum og einum er frjálst að skipuleggja daginn eftir eigin höfði eða taka það rólega. Upplagt að fara í siglingu á Annecy vatninu og njóta dásamlegrar fjallafegurðar sem umvefur staðinn. Fjölmörg skemmtileg veitinga- og kaffihús eru í boði og svo má líta inn til kaupmanna.

26. maí | Heimflug frá Genf

Komið er að heimferð. Eftir morgunverð verður lagt af stað út á flugvöll og fljúgum við heim frá Genf kl. 14:00. Lending í Keflavík er kl. 15.50 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Þóra Björk Valsteinsdóttir

Þóra Björk Valsteinsdóttir er fædd árið 1962 í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð lá leiðin  til Grikklands þar sem að hún festi rætur og býr enn eftir 35 ár, gift og á 2 börn. Í Grikklandi nam hún m.a. grísku við háskólann í Aþenu, tók kennarapróf í ensku og fór á leiðsögumannanámskeið á vegum Aþenuháskóla. Þóra er einnig nýorðin sagnfræðingur eftir að hafa stundað fjarnám í þeirri fræðigrein við Háskóla Íslands.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 09:30-16:00

 

Tengdar ferðir