Flórens & Toskana

Borgin Flórens, eða La Bella eins og hún er oft nefnd, er ein glæsilegasta lista- og menningarborg Ítalíu. Suðræna Toskana héraðið, pálmum prýdd Versilíaströndin og töfrandi klettaströndin Cinque Terre heilla okkur líka í þessari spennandi ferð. Hún hefst í Mílanó á Ítalíu, þaðan sem við ökum um gróðursæl héruð yfir til Flórens, höfuðborgar Toskanahéraðs. Í Flórens upplifum við skemmtilega daga á meðan við fræðumst um sögu, listir og mannlíf borgarinnar. Þessi menningarborg er einstök og hreint ótrúlegt að slíkur fjöldi listaverka sé varðveittur á einum og sama staðnum. Verk listamanna á borð við Leonardo da Vinci og Michelangelo, auk svo margra annarra, gæða borgina slíkum töfrum að enginn fer héðan ósnortinn. Af svo ótalmörgu er að taka og mælum við sérstaklega með heimsókn á Galleria deglia Uffezi listasafnið sem er engu líkt. Úr menningunni í Flórens ökum við eftir Versilíaströndinni þar sem bærinn Forte dei Marmi bíður okkar. Fleiri áhugaverðir staðir verða á leið okkar því við munum heimsækja San Gimignano, borg hinna þúsund turna, og sigla með Cinque Terre ströndinni með viðkomu í Porto Venere, Monterosso og Riomaggiore. Ferðin endar svo í heimsborginni Mílanó sem engan svíkur.

Verð á mann í tvíbýli 219.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 39.900 kr.

 
Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgunverður allan tíman á hótelum.
 • Fjórir kvöldverðir.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Hádegisverðir og þrír kvöldverðir.
 • Siglingar.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Galleria deglia Uffizi listasafnið ca € 18
 • Sigling með Cinque Terre ströndinni ca € 30.
 • Höllin í Palazzo Pitti ca. € 10.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

1. júní | Flug til Mílanó

Brottför frá Keflavík kl. 13:55. Mæting í Leifsstöð um 2 klst. fyrir brottför. Lending í Mílanó kl. 19:40 að staðartíma. Þaðan verður ekið á hótel í nágrenni Mílanó og gist þar fyrstu nóttina.

2. júní | Mílanó & Flórens

Eftir góðan morgunverð verður ekið til borgarinnar Flórens sem staðsett er í hinu víðfræga héraði Toskana. Flórens er með glæsilegustu lista- og menningarborgum Ítalíu og ein af fjölsóttustu borgum veraldar. Lega borgarinnar er með eindæmum fögur en hún stendur báðum megin fljótsins Arno. Í Flórens verður gist í 3 nætur á hóteli í miðbænum og aðeins örfáum skrefum frá demöntum listasögunnar. 

3. júní | Skoðunarferð í Flórens

Við hefjum daginn á glæsilegri skoðunarferð um Flórens með heimamann í fararbroddi sem mun leiða okkur í allan sannleikann um sögu og mannlíf borgarinnar. Fáar borgir komast í hálfkvisti við Flórens en ótrúlegt er að slíkur fjöldi fágætra listaverka finnist á jafn litlu svæði. Að skoðunarferðinni lokinni gefst hverjum og einum tími til að kanna borgina betur á eigin vegum og fá sér hressingu.

Opna allt

4. júní | Frjáls dagur í Flórens

Hver kannast ekki við snillinga á borð við Leonardo da Vinci, Michelangelo, Botticelli, Galileo Galilei, Dante og Machiavelli? Allir mörkuðu þeir spor sín í menningar- og listasögu borgarinnar. Í dag er upplagt að skoða sig betur um í töfrandi borginni og verja t.d. drjúgum tíma á Galleria deglia Uffezi listasafninu, sem er eitt glæsilegasta listasafn landsins. Það var áður stjórnsýsluhús en er nú málverkasafn með 4.500 myndum sem sýna þróun menningar í Flórens og málaralistar í Feneyjum. Svo má ekki gleyma glæsilegustu höll borgarinnar, Palazzo Pitti, sem Medici ættin lét stækka og yndislegum garði hennar. Kaupmenn borgarinnar eru á sínum stað og leggja sitt af mörkum til að gera þetta að ógleymanlegum degi.

5. júní | San Gimignano & Forte dei Marmi

Nú kveðjum við Flórens og ökum fagra leið um Toskanahéraðið með viðkomu í San Gimignano, borg hinna fínu turna. Áður fyrr voru turnar borgarinnar rúmlega 70 en í dag má sjá 13 til 14 þeirra. Borgin er ein af best varðveittu miðaldaborgum Ítalíu og mun okkur gefast tími til að skoða helstu staði hennar. Því næst er stefnan tekin á Versilíaströndina til Forte dei Marmi, sem verður okkar næsti áfangastaður. Þar munum við gista í 3 nætur á góðu hóteli nálægt ströndinni.

6. júní | Sigling um Cinque Terre ströndina

Í dag geta áhugasamir farið í ævintýralega siglingu úti fyrir Cinque Terre ströndinni, einu  stórfenglegasta svæði ítölsku rivíerunnar. Siglt verður til bæjanna Porto Venere, Riomaggiore, Manarola, Corniglia, Vernazza og Monterosso. Auðvitað verður stoppað til að fá sér hádegishressingu og kanna líf bæjarbúa í nokkrum þeirra.

7. júní | Frjáls dagur í Forte dei Marmi

Nú er frjáls dagur í Forte dei Marmi og gott að taka daginn rólega. Eftir góðan morgunverð og rólegheit býður fararstjórinn upp á göngu inn í miðbæinn sem er yndislegur og skemmtilegur bær. Upplagt að ganga um bæinn, líta inn í fínar verslanir, á kaffihús eða veitingastaði. Einnig er hægt að fara í gönguferð eftir ströndinni eða taka það rólega og njóta þess að fara á baðströndina við hótelið.  

8. júní | Dagur í Mílanó & heimferð

Við kveðjum Toskana eftir yndislega daga, það er komið að heimferð. Ekið verður til heimsborgarinnar Mílanó þar sem tími gefst til að líta inn hjá kaupmönnum borgarinnar og skoða sig um áður en farið verður út á flugvöll. Brottför með flugi kl. 20:40 og lent í Keflavík kl. 22:55 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Riomaggiore

Riomaggiore

Cinque Terre ströndin

Cinque Terre ströndin

Cinque Terre ströndin

Cinque Terre ströndin

Toskana hérað

Toskana hérað

Toskana hérað

Toskana hérað

Flórens

Flórens

Flórens

Flórens

Cinque Terre ströndin

Cinque Terre ströndin

Mílanó

Mílanó

Flórens

Flórens

Flórens

Flórens

Flórens

Flórens

Toskana hérað

Toskana hérað

Riomaggiore
Cinque Terre ströndin
Cinque Terre ströndin
Toskana hérað
Toskana hérað
Flórens
Flórens
Cinque Terre ströndin
Mílanó
Flórens
Flórens
Flórens
Toskana hérað

Fararstjórn

Hólmfríður Bjarnadóttir

Hólmfríður Bjarnadóttir (Hófý) heiti ég og er fædd árið 1960 á Patreksfirði. Ég er móðir þriggja drengja og er búsett í Bæjaraskógi í Þýskalandi um þessar mundir með yngsta drenginn, Gabríel Daða. Eiginmaður minn er Norbert Birnböck sem er einn af bílstjórum Bændaferða.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir