Jólaferð til Dublin

29. nóvember – 2. desember 2018 (4 dagar)

Dásamleg jólaferð til Dublin, höfuðborgar Írlands. Hér er jólastemningin í hávegum höfð, borgin er ljósum prýdd og íbúar borgarinnar í hátíðarskapi.

Við höldum í skoðunarferð um miðbæinn með fararstjórann í broddi fylkingar, en í miðborginni eru jólaljósin tendruð um miðjan nóvember við hátíðlega athöfn. Á röltinu rekumst við á helstu kennileiti Dublinar, dómkirkju heilags Patriks, Trinity College, Dublinar kastala og garðinn glæsilega St. Stephen's Green. Grafton street, verslunargötu borgarinnar, er sjálfsagt að skoða ásamt nokkrum jólamörkuðum. Áhugasamir öldrykkjumenn geta fræðst um framleiðslu Guinness og smakkað á afurðinni á Guinness safninu, en Dublinarheimsókn tilheyrir að setjast inn á einhvert af hinum 1.000 ölduhúsum bæjarins og njóta lífsins með fjörugum íbúum borgarinnar. 

Verð á mann 112.800 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 26.800 kr.


Innifalið

 • 4 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
 • Ferðir milli flugvallar og hótels.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Skoðunarferð um Dublin.
 • Morgunverður.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Hádegisverðir.
 • Kvöldverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Írskt skemmtikvöld með kvöldverði ca. € 40.

Kort af ferðinni

Ferðalýsing

Prenta ferðalýsingu

29. nóvember | Flug til Dublin

Brottför frá Keflavík kl. 7:30 með Icelandair. Mæting í Leifsstöð amk. 2 klst. fyrir brottför. Lent á Dublin flugvelli kl. 09:50 að staðartíma. Síðan er töskum komið á hótel og haldið í gönguferð um næsta nágrenni hótelsins til að átta sig á staðháttum. Um að gera að fá sér matarbita áður en snúið verður til baka á hótel síðdegis. Komum okkur fyrir á herbergjum og síðan er frjáls tími það sem eftir er dagsins. Kvöldverður á eigin vegum.

30. nóvember | Skoðunarferð í Dublin

Farið verður í rútuferð með leiðsögn um Dublin fyrir hádegi, m.a. fram hjá frægum byggingum eins og Trinity háskólanum, Kirkju heilags Patreks, Dublinkastala o.fl.  Ferðinni lýkur í miðbænum þar sem þeir sem vilja geta skoðað sig um, rölt um St. Stephen´s Green garðinn eða miðbæinn og drukkið í sig jólastemninguna og auðvitað eru verslanir á hverju strái og jólamarkaðir. Írskt skemmtikvöld verður svo í Belvedere hótelinu í Dublin kl. 19:00 með kvöldverði, dansi og söng. 

1. desember | Frjáls dagur

Þennan dag gefst tækifæri til að njóta alls þess sem þessi dásamlega borg hefur upp á að bjóða á eigin vegum. Í skoðunarferð gærdagsins bar margt fyrir augu sem jafnvel er vert að gefa meiri gaum í dag. Áhugasamir um söfn ættu að byrja dag á heimsókn á Írska Þjóðminjasafnið þar sem svo ótal margt er að sjá og skoða, rölta þaðan á listasafnið eða fornleifasafnið. Dublin kastali er staður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Jólamarkaðir eru víða og borgin öll ber þess merki að senn koma jólin. Kaupmenn hafa hreiðrað um sig á Grafton Stræti, þar er mikið úrval hvers kyns verslana, veitinga - og kaffihúsa. Í dag er laugardagur og því ljóst að mannlífið í miðbænum verður fjörugt langt fram á kvöld.

Opna allt

2. desember | Heimferð

Það er komið að heimför. Brottför flugs Icelandair er kl. 10:45 og lending í Keflavík kl. 13:05 að íslenskum tíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Þórhallur Vilhjálmsson

Þorhallur Vilhjálmsson er fæddur í Reykjavík 1963. Hann nam markaðsfræði við háskólann í San Francisco og útskrifaðist þaðan árið 1990. Hann hefur starfað að markaðsmálum hjá ýmsum fyrirtækjum bæði hérlendis og í Bandaríkjunum m.a. sem forstöðumaður sölu- og framleiðsluáætlana hjá ISAL í Straumsvík, markaðsstjóri hjá Nýsi hf og markaðsstjóri Portus hf (sem byggði tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpuna í Reykjavík). 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir