Svartur föstudagur í Frankfurt

23. – 26. nóvember 2017 (4 dagar)

Komdu með í skemmtilega verslunarferð til Frankfurt þegar hinn svarti föstudagur, 24. nóvember markar upphaf jólaverslunar, en þennan dag bjóða verslanir upp á góðan afslátt og skemmtilega stemningu.


Frankfurt er staðsett á bökkum árinnar Main, er skemmtilegt sameiningartákn andstæðna, en hana skreyta aldagamlar byggingar í bland við skínandi skýjakljúfa. Frankfurt er ein af aðal fjármála- og ráðstefnuborgum Þýskalands og hefur hún löngum verið kölluð Mainhattan. Í borginni má finna ótal skemmtilegar verslanir og verslanamiðstöðva, söfn og gallerí. Farið verður í bæjarrölt um borgina með fararstjórann í broddi fylkingar, en eins gefst tækifæri á kíkja á listasöfn, fara jafnvel í safn Goethe eða í siglingu á ánni Main. Borgin er þekkt fyrir fjölmörg kaffi- og góð veitingahús í miðbænum og er upplagt að njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða ásamt því að njóta lífsins áður en aðventan skellur á. Í þessari ferð er algjörlega tilvalið að afgreiða allar jólagjafirnir á einu bretti!

Verð á mann 98.800 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 12.400 kr.


Innifalið

 • 4 daga ferð.
 • Flug með Icelandair til Frankfurt og flugvallaskattar.
 • Ferðir milli flugvallar og hótels.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði, á hóteli í miðborg Frankfurt.
 • Skoðunarferð um borgina.
 • Morgunverðir.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn á söfn, í hallir og kirkjur.
 • Hádegis- og kvöldverðir.
 • Þjórfé.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Kort af ferðinni

Ferðalýsing

Prenta ferðalýsingu

23. nóvember | Flug til Frankfurt & skoðunarferð

Brottför frá Keflavík kl. 7:35 og lending í Frankfurt kl. 12:00 að staðartíma. Frá flugvellinum ökum við um þessa fallegu borg og kynnumst henni örlítið áður en við innritum okkur á hótel. Gist verður á 4* hóteli í miðbænum í göngufjarlægð frá helstu kennileitum hennar.

24. nóvember | Svartur föstudagur í Frankfurt

Í dag er dagurinn sem kenndur er við Black Friday eða svartan föstudag. Vestanhafs hefur dagurinn markað upphaf jólaverslunar og af því tilefni hefur skapast sú hefð að kaupmenn gefi góða afslætti og opnunartími verslana sé lengdur. Þessi hefð hefur undanfarin ár verið að ryðja sér rúms í Evrópu og því er dagurinn tilvalinn til að rölta eina lengstu verslunargötu Þýskalands, Zeil sem staðsett er í göngufjarlægð frá hótelinu. Fjölda verslunarmiðstöðva er einnig að finna í borginni og mun fararstjórinn að sjálfsögðu aðstoða þá sem vilja nýta sér þetta frábæra tækifæri og versla jólagjafirnar á hagstæðu og góðu verði í úrvali verslana.

25. nóvember | Menning & sigling á Main

Dagurinn er tilvalinn til að slaka á, njóta borgarinnar og þeirrar menningar sem þar er að finna. Upplagt er að fara upp í turinn Main Tower og njóta stórfenglegs útsýnis yfir borgina og nágrenni hennar. Í Frankfurt eru yfir 30 söfn og er úrvalið með því bestasem gerist í Evrópu. Ef veður leyfir, mun fararstjórnn leiða áhugasama í siglingu á ánni Main, en þá gefst tækifæri á að sjá þessa fallegu borg frá nýju og áhugaverðu sjónarhorni. Þetta síðasta kvöld ferðarinnar er einnig tilvalið til þess að fara út að borða og gleðjast saman á einhverjum af fjöldamörgum heimsklassa veitingastöðum borgarinnar. Gott er að vera búin að panta borð með góðum fyrirvara.

Opna allt

26. nóvember | Heimferð

Að loknum morgunverði höldum við með rútu út á flugvöll. Flogið verður kl. 13:25 og lent í Keflavík kl. 16:00

Athygli skal vakin á því að á þessum tíma eru jólamarkaðir í Frankfurt ekki hafnir.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Íris Sveinsdóttir

Ég heiti Íris Sveinsdóttir og er hárgreiðslumeistari að mennt. Ég rek hárgreiðslustofur bæði á Íslandi og í Þýskalandi, en þar bjó ég í rúm 20 ár þangað til að ég ákvað að flytja aftur heim til Íslands 2007. Eftir heimkomuna hóf ég leiðsögunám í Endurmenntun Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2009. Síðan þá hef ég starfað sem leiðsögumaður bæði hér heima og erlendis.

Hótel

Grand hotel Dream City Center

Þetta nútímalega hótel er staðsett í miðborg Frankfurt, í göngufjarlægð frá verslunargötunni Zeil og hinu fræga Römerplatz torgi. Móttakan er mönnuð 24 tíma á dag og á hótelinu er veitingastaður, notalegur bar, setustofa og heilsulind. Herbergin eru björt og stílhrein.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 09:30-16:00

 

Tengdar ferðir