Jólaferð til Parísar

23. - 26. nóvember 2017 (4 dagar)

Skemmtileg jólaferð til Parísar, höfuðborgar Frakklands, sem er með glæsilegri borgum í Evrópu. Ljósadýrð aðventunnar er töfrandi á þessum tíma og mikil jólastemning er um alla borg.

Í skoðunarferð um borgina sjáum við Eiffelturninn, sem var reistur fyrir heimssýninguna árið 1889, eitt fegursta torg í heimi, Place de la Concorde, Louvre safnið og Sigurbogann sem er hinn stærsti sinnar tegundar. Við förum ennfremur í kirkjuna heimsfrægu Notre Dame og skoðum rósettugluggann og Dome des Invalides sem er grafhýsi Napóleons Bonaparte svo eitthvað sé nefnt. Hvíta sandsteinskirkjan, Sacré Coeur, sem er í Montmartre listamannahverfinu, rís hátt en þaðan er mjög fallegt útsýni yfir borgina. Við njótum þess að upplifa andrúmsloft listamanna Parísar á torginu Place du Tertre þar sem Picasso og Juan Gris máluðu svo gjarnan. París, borg ástarinnar, er undursamleg á aðventunni og eitthvað sem kemur öllum í rétta jólaandann.

Verð á mann 109.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 19.900 kr.


Innifalið

  • 4 daga ferð.
  • Flug með Icelandair til Parísar og flugvallaskattar.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði í 3 nætur.
  • Morgunverður.
  • Ferðir milli flugvallar og hótels í París.
  • Skoðunarferð í París.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aðgangseyrir á söfn, í hallir og kirkjur.
  • Hádegis- og kvöldverðir.
  • Þjórfé.

Kort af ferðinni

Ferðalýsing

Prenta ferðalýsingu

23. nóvember | Flug til Parísar, borg ástarinnar

Brottför frá Keflavík kl. 7:40. Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í París kl. 12:00 að staðartíma. Þaðan ekið á hótelið okkar sem er í miðborg Parísar við hið sögufræga Bastillu torg og verður gist þar í 3 nætur. Bastillan, líkt og París öll, er ljósum prýdd á aðventunni sem er einstaklega falleg sjón.

24. nóvember | Montmartre & Sacré-Coeur kirkjan

Í dag skoðum við okkur um í París höfuðborg Frakklands en hún er sannkölluð háborg lista og menningar. París er ein af glæsilegustu borgum Evrópu og  hér er margt að skoða og sjá m.a. Eiffelturninn, Louvre safnið, Sigurbogann, Champs-Elysées, Notre Dame kirkjuna og Concorde torgið. Einnig verður farið í gönguferð um Montmartre hverfið, listamannahverfið sem er í 101 m hæð yfir Signu, en þaðan er mjög fallegt útsýni yfir borgina. Þar upp á hæðinni er einnig að finna hina hvítu sandsteinskirkju Sacré Coeur.

25. nóvember | Frjáls dagur í París

Nú er upplagt að skoða sig betur um í borginni á eigin vegum, því margt er um að velja í þessari glæsilegu borg. Það er vel þess virði að heimsækja Galeries Lafayette verslunarmiðstöðina einfaldlega til að upplifa jólaskreytingarnar og ljósadýrðina. Mannlíf borgarinnar er litríkt og skemmtilegt og gaman er að setjast á gott veitingarhús í borginni. Þar væri upplagt að smakka á frönsku jólakökunni, la bûche de Noel en Frökkum finnst hún ómissandi um jólin. Eins er sjálfsagt að líta inn til kaupmanna borgarinnar og á jólamarkaðina sem eru nokkrir í borginni. 

Opna allt

26. nóvember | Heimferð frá París

Eftir glæsilega og áhugaverða ferð verður ekið til flugvallar. Brottför þaðan kl. 13:20 og lending í Keflavík kl. 15:50 að staðartíma.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Laufey Helgadóttir

Laufey Helgadóttir, listfræðingur og leiðsögumaður býr og starfar í París og Reykjavík. Hún er íslenskum ferðamönnum að góðu kunn, en hún hefur starfað sem fararstjóri í París árum saman og leiðsagt Íslendingum um sjónvíddir og kima borgarinnar. Hún er öllum hnútum kunnug i borginni og þekkir hana betur en margur annar. Laufey vinnur einnig við leiðsögn á Íslandi fyrir erlenda ferðamenn á sumrin, en ásamt því hefur hún skrifað greinar um myndlist, unnið við að skipuleggja sýningar, en hún var m.a. sýningarstjóri íslenska skálans í Feneyjum árin 2003 og 2005.

Hótel

Ibis Bastille Opera

Hótel Ibis Bastille Opera er staðsett í hjarta Parísar, í göngufæri við Bastilluna og Óperuna. Þar er að finna fjölda veitingastaða og verslana s.s. H&M, Zara, Chanel og Cartier. Einnig er stutt ganga að bökkum Signu þar sem upplagt er að fara í siglingu með einum af útsýnisbátunum. Á hótelinu, sem er 3ja stjörnu, eru 305 herbergi með baði, sjónvarpi og síma, en eins og almennt á hótelum í París eru herbergin lítil.

Morgunverðarsalurinn er opinn frá kl. 06:30 – 10:00, en móttakan er opin allan sólarhringinn.

Veitingarstaðurinn er opinn frá kl. 12:00 til kl. 22:30 og hótelbarinn til miðnættis.

Þráðlaust internet er í móttökunni.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 09:30-16:00