Glasgow í jólabúningi

Í ár bjóðum við í fyrsta sinn upp á skemmtilega aðventuferð til Glasgow. Á þessum árstíma er borgin klædd í fallegan jólabúning því jólamarkaðir, jólailmur og jólaljós einkenna Glasgow frá miðjum nóvember.

Til að komast í jólaskapið er fátt sem jafnast á við að skreppa í stutta aðventuferð í góðum félagskap og njóta alls þess besta sem borgin hefur upp á að bjóða. Það skemmir ekki fyrir að möguleiki er á dagsferð til Edinborgar. Glasgow hefur í mörg ár verið ein besta og hagstæðasta borgin til að versla í fyrir jólin, enda er þar mikið og gott úrval verslana. Við munum gista á splunkunýju hóteli IBIS STYLES Waterloo St, sem er miðsvæðis og í göngufæri við helstu veitingastaði, verslanir og fl. Enginn aðgangseyrir er á söfn í borginni, svo það er um að gera að kíkja þar við.

Fararstjórarnir eru Carola og Gúddý sem eru vel þekktar fyrir sínar Jóla-Glasgow ferðir undir nafninu Maddama Kerling síðan 2006.

Verð á mann 104.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 23.300 kr.


Innifalið

 • 4 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
 • Ferðir milli flugvallar og hótels.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgunverður.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Skoðunarferð til Edinborgar. Lágmarksfjöldi 20 manns.
 • Hádegisverðir.
 • Kvöldverðir.
 • Þjórfé.

Kort af ferðinni

Ferðalýsing

Prenta ferðalýsingu

29. nóvember | Flug til Glasgow

Brottför frá Keflavík kl. 7:35 með Icelandair. Mæting í Leifsstöð amk. 2 klst. fyrir brottför. Lent á Glasgow flugvelli kl. 09:45 að staðartíma. Síðan er töskum komið á hótel og haldið í gönguferð um næsta nágrenni hótelsins til að átta sig á staðháttum. Um að gera að fá sér matarbita áður en snúið verður til baka á hótel síðdegis. Komum okkur fyrir á herbergjum og síðan er frjáls tími það sem eftir er dagsins. Kvöldverður á eigin vegum.

30. nóvember | Frjáls dagur

Þennan dag gefst tækifæri til að njóta alls þess sem þessi dásamlega borg hefur upp á að bjóða á eigin vegum. Kaupmenn hafa hreiðrað um sig á Buchanan- og Argyle Street, og þar er mikið úrval hvers kyns verslana, veitinga og kaffihúsa. Fyrir þá sem vilja, verður sameiginleg kvöldmáltíð á góðum ítölskum veitingastað sem er í göngufæri við hótelið. 

1. desember | Edinborgarferð

Í dag geta áhugasamir farið í skoðunarferð til Edinborgar. Við byrjum á að fara í skoðunarferð um þessa fallegu borg, þar sem við sjáum m.a. Holyrood House höllina, Royal Mile og Edinborgar-kastala sem staðsettur er á gríðarstórum kletti sem gnæfir yfir borgina. Eftir hádegi er farið á stóra jólamarkaðinn í miðbænum. Möguleiki á whiskey smökkun fyrir þá sem hafa áhuga. Þessi dagsferð verður eingöngu farin ef næg þátttaka er fyrir hendi, lágmark 20 manns.

Opna allt

2. desember | Heimferð

Það er komið að heimför. Brottför flugs Icelandair er kl. 12:55 og lending í Keflavík kl. 15:15 að íslenskum tíma.

Fararstjórar geta fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Carola Ida Köhler og Guðrún Hulda Birgis (Gúddý)

Þær æskuvinkonurnar Carola Ida Köhler og Guðrún Hulda Birgis eru miklar félagsverur sem hafa afskaplega gaman af lífinu og má segja, að hlátur grín og gleði einkenni þessar góðu konur sem leiða hópa okkar til Glasgow þetta árið. En þær hafa verið fararstjórar í Glasgow undanfarin 13 ár og þekkja vel þar til.

Hótel

IBIS Styles Centre West hótel

Glænýtt hótel í hjarta borgarinnar sem opnar í október 2018. Hótelið er staðsett í 5 mínútna göngufjarlægð frá aðal lestarstöðinni og helstu verslunargötum borgarinnar. Fjöldi veitingastaða og verslana er í nágrenninu. Á hótelinu sem er þriggja stjörnu eru 137 hlýleg herbergi með baði, hárblásara, sjónvarpi, útvarpi, síma, þráðlausu interneti og öryggishólfi. Á hótelinu er einnig bar og veitingastaður. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir