Aðventufegurð við Bodensee

Hér er í boði hrífandi aðventuferð þar sem glæstar borgir, litlir bæir og spennandi aðventumarkaðir skapa notalega jólastemningu. Eftir flug til Frankfurt verður ekin fögur leið til Freiburg sem stendur í jaðri suðvesturhluta Svartaskógar og er oft kölluð höfuðstaður Svartaskógar. Borgin er hins vegar þekkt fyrir gotneska list, líkt og dómkirkjuna Freiburger Münster, þröngar, steinilagðar götur gamla miðbæjarins, bindingsverkhús og síðast en ekki síst hin svokölluð Bächle, lækjarfarvegi sem renna um götur borgarinnar. Borgin er yndisleg á þessum árstíma og býður okkur upp á fallega jólamarkaði. Við förum í dagsferðir til Strassborgar, höfuðstaðs Alsace héraðsins, sem er sérlega glæsileg á aðventunni og förum við þar í töfrandi siglingu á ánni Ill. Eftir góða dvöl í Freiburg höldum við til Friedrichshafen við Bodensee vatn í Þýskalandi. Á leið okkar þangað verður áð í Konstanz, einni af fegurstu borgunum við vatnið þar sem ríkir mikil jólastemning. Það verður skemmtileg upplifun að koma til miðaldaborgarinnar Ravensburg sem á sér mikla sögu en víða um borgina eru sýnileg merki um blómaskeið borgarinnar frá miðöldum. Fjöldinn allur af turnum og hliðum sem hlíft var í seinni heimsstyrjöldinni og færðu Ravensburg gælunafnið turnaborgin. Við endum þetta aðventuævintýri á yndislegum degi í bænum Lindau við Bodensee vatnið. Skoðum bæinn og jólamarkaðinn við höfnina sem oft er sagður sá fallegasti í Þýskalandi og förum þaðan í töfrandi aðventusiglingu. 

Verð á mann 209.900 kr. 

Aukagjald fyrir einbýli 39.900 kr.

Athugið að ef til þess kemur að Bændaferðir þurfi að fella niður ferðina er hún endurgreidd að fullu.


Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverður á hótelum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir, kláfa og kirkjur.
 • Siglingar.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Sigling á Ill í Strassborg ca € 16.
 • Sporvagn inn í miðbæ Strassborgar frá rútubílastæði & til baka ca € 8. 
 • Sigling með ferju frá Konstanz ca € 3.
 • Aðventusigling frá Lindau ca € 26. 

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

27. nóvember | Flug til Frankfurt & Freiburg

Brottför frá Keflavík kl. 7:25 og mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 3 klst. fyrir brottför. Lending í Frankfurt kl. 12:00 að staðartíma. Ekin verður falleg leið inn í Svartaskóg til Freiburg þar sem verður gist í þrjár nætur á hóteli í miðbænum. Yndisleg jólaborg og þegar allir eru búnir að koma sér fyrir á herbergjum þá er upplagt að taka rölt saman á aðventumarkaðinn við ráðhúsið.

28. nóvember | Aðventudýrð í Strassborg & sigling á ánni Ill

Nú verður ekið til Strassborg sem er höfuðborg Alsace héraðsins. Borgin er hrífandi á aðventunni og jóladýrðin er engu lík. Við byrjum á að fara í ljúfa siglingu á ánni Ill sem rennur um borgina. Það er spennandi að skoða glæsibyggingar hennar frá ánni en einnig er siglt að byggingum Evrópuþingsins. Borgin býr yfir miklum sjarma sem við munum kynnast á göngu okkar um fallegar götur hennar. Við skoðum þá bindingsverkhús, kíkjum á jólamarkaðinn og skoðum stolt þeirra, hina gotnesku Notre-Dame dómkirkjuna þar sem varðveitt er mjög merkilegt stjörnu- og sólúr. Einnig gefst hverjum og einum tækifæri til að upplifa borgina á eigin vegum og njóta aðventustemningar borgarinnar. Þá er gaman að rölta um listamannahverfið, Petite France, eða litla Frakkland og fá sér jafnvel sæti inni á einni af mörgum huggulegu krám þessa skemmtilega hverfis. 

29. nóvember | Aðventutöfrar í Freiburg & frjáls tími

Freiburg stendur í jaðri suðvesturhluta Svartaskógar og er oft kölluð höfuðstaður Svartaskógar, gotneskrar listar og víns. Við skoðum okkur um í þessari hrífandi borg og lítum á skemmtilegan jólamarkað sem stendur við gotnesku dómkirkjuna, Freiburger Münster, en þar má finna afar fallegt handverk. Kirkjan er eitt af meistaraverkum gotneskrar byggingarlistar og auðvitað lítum við þar inn. Gengið verður að ráðhúsinu en þar gefst frjáls tími til að upplifa þessa líflegu borg. Hún er alltaf heimsóknar virði, sér í lagi á aðventunni. Hægt er að líta inn til kaupmanna og njóta sín á einhverjum hinna fimm aðventumarkaða sem eru dreifðir um borgina.

Opna allt

30. nóvember | Freiburg, Konstanz & Friedrichshafen

Nú kveðjum við þetta yndislega svæði og stefnan verður tekin á Friedrichshafen. Á leiðinni þangað verður áð í bænum Konstanz við Bodensee vatnið þar sem við gefum okkur tíma til að upplifa aðventutöfra borgarinnar og fá okkur hressingu. Seinna verður tekin ferja yfir Bodensee vatn til Meersburg og ekið þaðan til Friedrichshafen. Gistum þar í fjórar nætur á góðu hóteli alveg við vatnið þar sem aðventumarkaður borgarinnar er í göngufæri.

1. desember | Hrífandi aðventa í Friedrichshafen

Aðventan í Friedrichshafen er hrífandi og unaðslegt að rölta um og njóta sín á þessum fagra stað við Bodensee vatnið. Farið verður í stutta göngu en eftir það gefst frjáls tími í borginni. Aðventumarkaður borgarinnar, með 65 jólahúsum, er stutt frá hótelinu við vatnsbakkann og þar er einnig stórt skautasvæði. Tilvalið að skreppa á kaffihús og fá sér sneið af einni vel valinni hnallþóru í leiðinni. Við vatnið eru líka margir notalegir veitingastaðir og frá hótelinu er sömuleiðis stutt í verslunarhverfi borgarinnar.

2. desember | Aðventustemning í miðaldaborginni Ravensburg

Ravensburg á sér mikla sögu og víða um borgina eru sýnileg merki um blómaskeið hennar frá miðöldum. Turnaborgin Ravensburg hefur verið gefið þetta gælunafn vegna þeirra fjölda turna og hliða sem hlíft var í seinni heimsstyrjöldinni og eru á hverju strái. Það er svo gaman að koma til borgarinnar á aðventunni og sér í lagi að ganga um þröngar, litlar göturnar, skoða hér og prófa þar, því mikið er af skemmtilegum verslunum, bæði litlum og stórum. Aðventumarkaðir borgarinnar eru þrír talsins og sér í lagi er heillandi markaður í gamla bænum og við gamla ráðhúsið.

3. desember | Hafnarjól í Lindau & aðventusigling

Þökk sé einstakri staðsetningu bæjarins Lindau á móti snjóklæddum fjöllum er höfnin í bænum einstaklega jólalegur staður og þar má líka finna einn fallegasta jólamarkað landsins. Lindau er einn stærsti bærinn við vatnið og jafnframt sá sem einna mest heillar. Gamli hluti bæjarins er úti á eyju sem tengd er landi með brú. Upprunalega var þarna lítið fiskiþorp sem fyrst er getið í heimildum á 9. öld. Við gefum okkur góðan tíma til að njóta einstaklega fallegs miðaldabæjar með fjölmörgum byggingum í gotneskum-, endurreisnar- og barokkstíl. Hér gefum við okkur líka góðan tíma til að njóta aðventustemningar og fá okkur hressingu og jafnvel örlítið af jólaglöggi. Nú er á áætlun að fara í stutta, rómantíska aðventusiglingu á Bodensee vatni þar sem við gæðum okkur á kaffi og kökusneið á siglingunni.

4. desember | Heimflug frá München

Nú kveðjum við Friedrichshafen við Bodensee vatnið eftir ljúfa daga. Að morgunverði loknum verður lagt af stað út á flugvöll í München og flogið heim kl. 13:05. Lending í Keflavík er kl. 16:00 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Sigrún Valbergsdóttir

Sigrún Valbergsdóttir er fædd í Hafnarfirði og alin upp í Reykjavík. Sem barn dvaldi hún öll sumur í Svarfaðardal en á unglingsárunum rak móðir hennar sumarhótel í Grundarfirði og þar gekk hún um beina á daginn en upp til fjalla þegar kvöldaði. Sigrún hefur verið fararstjóri hjá Bændaferðum í aðventuferðum til Þýskalands og Austurríkis, einnig í Gardavatnsferðum og gönguferðum um Austurríki, Suður-Tíról og Færeyjar. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00